Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 36
378
KIRKJURITIÐ
talið meðal tekjumestu prestakalla á Austurlandi. Það sýndi sig
og þegar, að séra Magnús var mikill búmaður. Hann var stjórn-
samur húsbóndi og vinsæll af öllu vinnufólki sínu. Laginn var
hann að fá fólk sitt til þess að vinna vel og með trúmennsku, en
nokkuð mun vinnutími hafa verið langur hjá honum, en þó ekki
lengri en almennt gerðist á þeim tímum. Hann var féglöggur og
mjög nákvæmur í öllum viðskiptum, og svo mjög, að sumir lögðu
honum það til lasts. En hann var gestrisinn og greiðugur, stóð
ævinlega við öll loforð sín, bæði í fjármálaviðskiptum sem öðru,
en krafðist líka hins sama af öðrum mönnum.
Er séra Magnús hafði búið sex ár í Vallanesi varð hann fvrir
þeirri þungu raun, að kona hans andaðist. Var hún þá aðeins
31 árs gömul. Höfðu þau hjón átt átta börn, og var hið elzta þeirra,
Ragnheiður, aðeins 12 ára. Frú Ingibjörg hafði að öllu leyti ver-
ið manni sínum samhent. Hún var búkona mikil, afburða dugleg
og reglusöm, en vinsæl af öllu heimilisfólki sínu og öðrum, er
lienni kynntust.
Ari eftir andlát frú Ingibjargar kvæntist séra Magnús frú Guð-
ríði Olafsdóttur Hjaltested, ekkju Þorvarðar læknis Kjerúlfs. Var
frú Guðríður valkvenndi hið mesta.
Eins og ég hefi getið um hér að framan kynntist ég séra Magn-
úsi ekki fyrr en ég var kominn um tvítugt, en eftir það var ég
ekki nema fá sumur og einn vetur heima í Vallahreppi. En hvergi
þótti mér betra að koma en í Vallanes. Var sem sólskin væri þar
jafnan og hressandi vorblær. Frúin var falleg kona, umhyggju-
söm og alúðleg. Presturinn var höfðinglegur, fríður sýnum og
karlmannlegur, tæplega maðalmaður á hæð en samanrekinn, svip-
hreinn og gáfulegur, víðlesinn með fjölþættan áhuga fyrir lands-
málum og héraðsmálum. Gaf hann sér jafnan tíma til þess að
sinna gestum sínum, og á þeim árum þótti mér ekki skemmti-
legra að ræða við annan mann fremur en prestinn í Vallanesi.
Hann var jafnan glaður, og hann var þrunginn af lífsþrótti. Mér
virtist, sem lífsþróttur streymdi frá honum, sem gæfi þeim mönn-
um magn, er hann ræddi við. Hann var og manna glöggsýn-
astur á menn og málefni. Séra Magnús átti harða andstæðinga,
•og mun klofningur safnaðarins hafa orðið til þess meðal annars.