Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 40
382 KIRKJURITIÐ aukið samstarf lækna og presta á þeini vettvangi og liefir hann ritað og flutt um það efni ágæt erindi. Ýmsum félagsmálum hefir hann sinnt af mikilli kostgæfni, m. a. átt sæti í stjórn Hallgrímsdeildar Prestafélags ís- lands um langt árabil. Kvæntur er liann Júlíönu Matthíasardóttur frá Vest- mannaeyjum, ágætri konu. Rúmið leyfir ekki fleiri línur um vin minn, séra Þorstein. Við skólabræð- ur hans og stéttarbræður hugsum til hans og heimilis hans með þakklæti og góðum óskum á merkum tímamótum. Það mun — án efa — einnig sá fjöl- menni hópur gera, sem hann hefir gefið krafta sína í farsælu og fögru lífsstarfi. J. M. G. ‘Walckers orgelsmiðjur 175 ára Walcker orgelsmiðjurnar voru stofnsettar í Gannstadt, Þýzkalandi, árið .1781, en fluttust til Ludwigsborgar árið 1820, þar sem þær eru enn í dag. Stofnandi þeirra var orgelsmiðurinn Johann Eberhardt Walcker. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu. Forstjóri er nú Werner Wiilker- Mayer, orgelsmíðameistari, ungur maður, sem hefir hafið fyrirtækið að nýju upp til hins fyrra öndvegis eftir hrun styrjaldarinnar. Walckers-smiðjurnar eru með þeim stærztu sinnar tegundar í heirni. A þeirra vegum er eini orgelsmiðaskólinn, sem til er. Hvaðanæva úr ver- öldinni koma lærlingar á skólann til þess að nema listina. Samfara þessu hafa Walckers-smiðjurnar haft frumkvæði að flestum nýjungum og end- urbótum í iðninni og hafa náið samband við helztu orgelsnillinga víða um lönd. Rannsóknarstofnun þeirra vinnur stiiðugt að endurbótum á sviði efnis og hljóðburðar. Elsass-hreyfingin svo nefnda (um síðustu aldamót) átti upphaf sitt í sam- starfi dr. Oscars Walckers og Alberts Schweitzers um endurbætur á radd- skipan og byggingu orgela. Horfið var frá 19. aldar stílnum, hinni hljóm- gruggugu eftirlíking hljómsveitar, til hreinni og blætærri radda í líking við hin eldri orgel, „barok“-orgel. Fvrsta stóra orgel hins nýja stíls var smíðað árið 1909 í St. Reinoldi-kirkj- una í Dortmund. í því eru 105 raddir. Árið 1921 bvggði Walcker orgel eftir lýsingu Pretoríuss í hinni gagnmerku bók hans „Syntagma musicum“, 1615. Orgel þetta, sem stendur í tónvísindastofnun háskólans í Freiburg, á að gefa góða hygmynd um hvernig orgel voru að gerð og liljómi íyr>r

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.