Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 49
INNLENDAR FRETTIR 391 að hafa rit þessi á boðstólum. — Þetta er mjög þakkarvert og þýðingar- mikið fordæmi, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Má telja víst, að það hafi mikil áhrif. Vestfirzk og austfirzk kvennasambönd og einnig Kven- félagasamband Vestur-Húnvetninga hafa lika mótmælt útgáfu og sölu áð- urnefndra rita og skorað á stjómarvöldin að hefta það. Vonandi fer skiln- ingur mæðranna sívaxandi á þeirri hættu, sem börnum þeirra stafar af þessu gróðabralli einstakra manna. Og er þess líka að vænta, að almenningsálitið kveði þennan ósóma fljótlega niður. Kaupangskirkja í Eyjafirði. Undanfarandi ár hefir farið fram gagn- gerð endurbót á Kaupangskirkju i Eyja- firði, sem unnið hefir verið að með mikl- um áhuga og myndarskap af söfnuðinum. Er nú þessu verki að mestu leyti lokið. Kirkjan hefir verið máluð utan og inn- an á einkar smekklegan hátt, og hefir Barði Brynjólfsson málarameistari á Ak- ureyri leyst það verk farkunnarvel af höndum. Hvelfing kirkjunnar er máluð blá með gylltum stjömum í reitum, og framan á kórbogann er skráð með gotn- esku letri: Dýrð sé guði t upphæðum. Veggir eru hvítir, en gólfið rauðbrúnt, kirkjubekkimir í rauðum mahónílit. Gólf- ið innan við altarisgrindur er klætt rauðri ábreiðu og dregill eftir kirkjugangi í sama ht. í kirkjuna hefir verið settur mjög smekklegur Ijósaútbúnaður, tvær fagrar lafljósakrónur úr hvelfingu og níu vegg- Ijós með tveimur álmum. Þrjátíu og þrjár mislitar ljósaperur prýða kórhvelfinguna. Gluggar á stöfnum liafa verið tvöfaldaðir og sett í þá mislitt gler og verða hliðargluggar sennilega endur- uýjaðir á líkan hátt, áður en langt um líður, og fleiri smærri umbætur liafa verið gerðar. Góðar gjafir hafa kirkjunni borizt í sambandi við þessa við- gerð: Tvö þúsund krónur frá vini kirkjunnar, sem ekki vill láta nafns síns getið, 500 kr. frá bandariskum hjónum, sem gefin vom saman í kirkjunni, °g loks hafa systkinin frá Fífilgerði gefið mikinn skírnarfont úr marmara- steypu til minningar um foreldra sína: Rögnvald Sigurðsson og Lovísu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.