Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 15
PRESTAFUNDUR NORÐURLANDA 357 urhöfn 1. ágúst að kvöldi kl. 7. Sama kvöld komu stjórnarnefnd- armenn frá öllum prestafélögum Norðurlanda, þeir er mætt höfðu til fundarins, saman til viðræðu á heimili form. Prestafélags ís- lands, sr. Jakobs Jónssonar, til ákvarðana um nokkur fram- kvæmdaatriði. Var þar ákveðið að leggja til að stjórnarnefnd (Præsidium) fundarins yrði þessir menn: Carl Bay, stiftprófastur, Alaborg, Danmörku, Pauli Vaalas, prófastur, Helsingfors, Finn- landi, sr. Jakob Jónsson, Reykjavík, íslandi, Frederik Knudsen, sóknarprestur, Noregi og dr. Ove Hassler, dómkirkjuráðsmaður, Svíjrjóð. Skiptust Jreir á um fundarstjórn á prestafundinum, fluttu á- varp við setningu og fundarslit og í samkvæmum í sambandi við fundinn. Ritari fundarins var sr. Jón Þorvarðsson, ritari Prestafélags íslands. Fundurinn hófst með guðsj)jónustu í dómkirkjunni fimmtu- daginn 2. ágúst kl. 10 árdegis. Prédikun flutti dr. Bjarni Jóns- son vígslubiskup og lagði út af Sálmi 118, 24—26. Sr. Sigurbjörn Einarsson, prófessor Jrjónaði fyrir altari fyrir prédikun, en sr. Óskar J. Þorláksson á eftir. Að guðsþjónustu lokinni flutti sr. Jakob Jónsson setningarræðu en ávörp fluttu stjórnarnefndar- menn, þeir, er áður eru nefndir. Athöfninni var útvarpað. Klukkan 2 var komið saman í hátíðasal Háskólans og fundur settur af sr. Jakobi Jónssyni. Var ákveðið að senda Jrjóðhöfð- ingjum Norðurlanda heillaskeyti. Svarskeyti bárust frá þeim síð- ar á fundinum. Þá flutti Hinrik Christiansen, forstöðumaður í Haslev í Dan- mörku fyrsta erindi fundarins: Vor lútherski arfur. Onnur er- indi, sem flutt voru á fundinum, voru þessi: Ásmundur Guð- mundsson, biskup: ísleifur Gissurarson biskup, Sigurd Fjær, dóm- prófastur, Niðarósi: Ritningin og boðun orðsins, dr. theol Erkki Kurki-Suoni: Sjálavinnare och Sjálasörjare og um sama efni töl- uðu: Séra Sigurður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum og Hans Hpjvík, prestur í Mysen í Noregi. Dr. theol. Ove Hassler, Svíþjóð: Kirkjur Norðurlanda í menningarbaráttu nútímans og um sama efni: O. Riishede, sóknarprestur í Sjælle í Danmörku og Sven Sorthan, prestur í Borgá í Finnlandi. Dr. theol. Ragnar Askmark,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.