Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 14
Prestafundur Norðurlanda
haldinn í Reykjavík dagana 2.—6. ágúst 1956
Á undanfömum árum hafa prestafélög Norðurlanda efnt til
sameiginlegs fundar 3ja hvert ár. Á slíkum fundi fvrir þrem árum
höfðu íslenzku fulltrúarnir boðið, að næsti fundur vrði haldinn
á íslandi, og var það síðan ákveðið. En áður höfðu fundirnir
verið haldnir til skiptis á hinum Norðurlöndunum, en aldrei hér
á landi: Á undirbúningsfundi í Svíþjóð á fyrra ári var í höfuð-
dráttum gengið frá dagskrá þessa fundar, en nánari tilhögun og
allan undirbúning hér annaðist stjórn Prestafélag íslands. Hafði
hún látið prenta dálítinn bækling með dagskrá fundarins á
dönsku, messuformi setningarguðsþjónustu, sálmum á íslenzku
og dönsku, lista yfir þátttakendur o. s. frv. Formálsorð ritaði Ás-
mundur Guðnmndsson biskup. Háskólinn var fenginn að fnndar-
stað. Þar var undirbúin sýning guðfræðilegra og kristilegra bók-
mennta íslenzkra frá seinni árum. Auk þess barst allstór send-
ing af bókum sama efnis frá Svíþjóð.
Á skrifstofu Háskólans skyldi vera upplýsingaskrifstofa fund-
arins og í Háskólanum var undirbúin sala á kortum og frímerkj-
um o. fl. á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins.
Miklu fleiri erlendir gestir höfðu tilkynnt þátttöku en komist
gátu. Norska skipið Brand VI. hafði verið tekið á leigu til far-
arinnar, en með ]nf gátu ekki komist nema 150 farþegar. En uni
20 þátttakendur komu á annan hátt. Urðu erlendu gestirnir því
um 170, þar af nær 50 konur, aðallega prestskonur. Þeir, sem
með skipinu komu, bjuggu í því meðan á fundinum stóð. Öðruin
hafði verið komið fyrir á Hótel Garði og á einkaheimilum. Skráð-
ir íslenzkir þátttakendur voru um 100 — prestar og prestskonur.
Fyrstu erlendu gestirnir komu með skipi 26. júlí og svo nokkr-
ir með flugvélum næstu daga. En Brandur VI. kom á Reykjavík-