Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 19
STEINGRÍMIIR STEINÞÓRSSON lælur af embælti kirkjumálaráðherra N ið stjóniarskiptin i júlí s. 1. lét Steingrímur Steinþórsson af embætti kirkjumálaráðherra, en við tók Hermann jónasson forsætisráðherra. Steingrímur Steinþórsson er Þingeyingur að ætt og uppruna. Faðir hans Steinþór Bjömsson var stálgáfaður maður og völundur í höndununi. Móð- irin var laundóttir Jóns alþm. Sigurðssonar á Gautlöndum. Er Steingrímur þannig í móðurkyn tengdur ættarböndum bæði \'ið Reykjahlíðar- og Skútu- staðaætt. Hann fæddist í Álftagerði 12. febrúar 1893, en ólst upp á Litlu- strönd í nánu samlífi við Þorgils gjallanda. Megin ævistarf Steingríms er unnið á sviði landbúnaðarins. Fyrst kennari á Hvanneyri, þá skólastjóri á Hólum, síðan búnaðarmálastjóri, unz hann varð forsætisráðherra 1950. Marg- ir nánir ættmenn Steingríms Steinþórssonar hafa verið alþingismenn. Þrír móðurbræður hans sátu samtímis á Alþingi. Steingrímur Steinþórsson er vitur maður og góðgjarn, ráðhollur og sann- gjarn, ræðurmaður ágætur. Enginn þeirra manna, sem á siðari árum hafa staðið á jökultindi hefðarinnar hérlendis, mun hafa þolað þar nrinni frost °g storma en hann, a. m. k. ef dæma má eftir blaðaskrifum. Steingrímur Steinþórsson tók við embætti kirkjumálaráðherra 11. sept. 1953 og gegndi því tæp þrjú ár. Hann gat sér vinsældir og góðan orðstír 'ueðal kirkjunnar manna, enda átti hann mikinn og farsælan hlut að lausn ýmissa stórmála. Hann og kona hans frú Theodóra Sigurðardóttir hafa oft fagnað kennilvð landsins við hútíðleg 'tækifæri. 1 ér biðjum þeim heilla og blessunar. — G. A. * íþ * Ritstjóri Kirkjuritsins, séra Gunnar Árnason, hefir beðið mig að svara nokkrum spurningum í sambandi við starf mitt sem kirkjumálaráðherra undan farin þrjú ár. „Hvað er ijður minnisstæðast af þeim kirkjiiJegu viðburðwn, sem gerðust í ráðherratíð yðar?“ 23

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.