Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 35
SÉRA MAGNÚS BLÖNDAL JONSSOX 377 ur á langri ævi. Hann varð stúdent 1886, cand teol. 1889. Hann mun siálfur hafa unnið fyrir sér í skóla að öllu leyti, og jafn- framt námi í prestaskólanum var hann um tvö ár biskupsskrif- ari, og því starfi hélt hann, þar til að hann var vígður prestur til Þingmúla í Skriðdal vorið 1891. Var hann þá á þrítugasta árinu. Sama ár og séra Magnúsi er veitt Þingmúlaprestakall deyr séra Bergur Jónsson, prestur í Vallanesi. Voru þá prestaköll Þing- múla og Vallaness sameinuð í eitt prestakall, og skyldi prestur- inn sitja í Vallanesi. Samkvæmt boði stiptyfirvaldanna flutti séra Magnús í Vallanes vorið 1892. Allmörgum bændum, sérstaklega á Austur-Völlum þótti brotinn á sér réttur að mega ekki sjálfir kjósa sér prest, og í mótmælaskyni sögðu þeir sig úr þjóðkirkj- unni og stofnuðu fríkirkju. Bauð fríkirkjusöfnuðurinn séra Magn- úsi að vera prestur þeirra jafnframt því, er hann væri þjónandi prestur þjóðkirkjunnar, en því neitaði hann samkvæmt ráðum og ósk biskups. Fríkirkjumenn í Vallahreppi tóku sér þá annan prest. Þessi klofningur safnaðarins held ég að öllum hafi orðið til tjóns, bæði presti og söfnuði. Ég var þá aðeins 6 ára er frí- kirkja var stofnuð í Vallahreppi, og var ég alinn upp í fríkirkj- unni. En er liinn fyrsti fríkirkjuprestur Vallamanna, séra Þorvarð- ur Brynjólfsson, fékk veitingu fyrir Staðarprestakalli í Súganda- firði og flutti þangað vestur 1901 gengu margir þá þegar og á næstu árum úr fríkirkjusöfnuðinum og hurfu aftur inn í þjóð- kirkjuna, og meðal þeirra, er það gerðu, var faðir minn. Enn þann dag í dag tel ég, að mér hafi orðið það til tjóns að hafa ekki alist upp í söfnuði séra Magnúsar. Ég tel að mér hefði orð- ið það mikill ávinningur hefði ég kynnst honum þegar á upp- vaxtarárum sínum, en ég var kominn um tvítugt, er ég kynntist honum nokkuð að ráði. Séra Magnús kvæntist sama árið og hann varð stúdent (1896), Ingbjörgu dóttur Péturs Eggerz í Akureyjum, systur hinna nafn- kunnu bræðra, Guðmundar og Sigurðar Eggerz. Var hún góð kona, gáfuð og glæsileg. Eftir að séra Magnús hóf búskap í Vallanesi rýmkaðist fljótt fjárhagur hans og leið ekki á löngu, að hann var talinn vel efn- aður, enda er Vallanes afbragðsjörð, og Vallanesprestakall var 24

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.