Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 18
360
KIRKJURITIÐ
Margir erlendu gestanna hafa þegar skrifað í blöð um fund-
inn og getið hans mjög lofsamlega. Er efalaust, að hann er og
verður til stórfelldrar landkynningar, því að flestir fundar-
manna munu flytja erindi um ferð sína liingað og segja frá þjóð-
lífi voru og kirkju. Þá munu og reynast mikilvæg hin gagnkvæmu
kynni.
Stjórn Prestafélags íslands þakkar öllum þeim, sem veittu
mikilvægan stuðning og góða fyrirgreiðslu, ríkisstjórn og bæjar-
stjórn Reykjavíkur, Háskóla íslands, Ferðaskrifstofu ríkisins og
þeim heimilum, sem tóku gesti til dvalar. Því miður var fundar-
tími óhentugur fyrir íslenzka presta, en þeir sýndn lofsverðan
áhuga í því að fjölmenna á fundinn.
JÓN ÞORVAaÐSSON.
„Kom þú sæll, þegar þú vilt!“
Svo segir sagan, að þetta hafi gerzt kvöldið áður en Hindenburg mar-
skálkur andaðist 1934. í rökkrinu bað hann líflæknir sinn að setjast á rúni-
stokkinn hjá sér. Forsetinn horfði hvasst í augu hans og mælti: „Þú hefur
alltaf sagt mér allan sannleikann. Og nú skaltu líka gera það. Heyrðu mig,
er dauðinn vinur minn kominn hingað inn í höllina?"
Lækninum vafðist tunga um tönn. Loks tók liann hönd sjúklingsins og
svaraði „Nei, hann er ekki enn hér í liöllinni, en hann sveimar fyrir utan
liana.“
Ilindenburg þagði drykklanga stund og sagði síðan: „Þakka þér fyrir
vinur minn. Nú ætla ég að tala við Drottin minn þama uppi.“ Og um leið
benti hann til himins. Svo greip hann Biblíuna sína, sem ætíð lá á nátt-
borðinu. Læknirinn ætlaði þá að draga frá glugganum svo betur sæist.
En marskálkurinn sagði: „Þessa þarf ekki. Það er langt síðan að ég kunni
það utan að, sem ég ætla að lesa.“ Síðan las hann nokkra stund í Nýja
testamentinu með lágri röddu. Þá lagði hann frá sér bókina og mælti hljótt
við lækninn: „Vinur, segðu nú dauðanum vini mínum, að hann megi koma'
inn til mín!“
Morguninn eftir var forsetinn látinn.