Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 34
Séra Magnús lilöndal Jónsson Það er hringt til mín. Ég er beðinn að skrifa tvær til þrjár síður í Kirkjuritið um séra Magnús Blöndal Jónsson. Svo stutt mál getur ekki orðið nein ævisaga, ekki heldur æviágrip, heldur aðeins stutt og ófull- komin mannlýsing og nefnd ör- fá æviatriði. Séra Magnús Blöndal var ekki líkur neinum manni öðr- um, sem ég hefi kynnst, og þó var hann ekki það, sem menn kalla einkennilegur. En hann hafði sérstæðan, sterkan og drengilegan persónuleika, er hafði þau áhrif á mig, að mér varð vel við hann og mér leið jafnan vel, er ég var í návist hans og ræddi við hann. Séra Magnús var fæddur í Efri-Ey í Meðallandi 5. nóv. 1861. Foreldrar lians voru þau séra Jón Bjarnason og kona hans Helga Arnadóttir. Albræður hans voru þeir Bjarni frá Vogi og dr. Helgi grasafræðingur. Séra Magnús ólst upp við mikla fátækt og varð snemma að sjá fyrir sér sjálfur og treysta á sjálfan sig. Hann reyndi því í æsku hve fátækt er mikið böl og hefur ungur séð, að leiðirnar, til þess að fjarlægja og forðast þetta böl, voru iðni og atorka, reglusemi og glögg aðgæzla með alla fjármuni og það jafnvel þótt um smámuni virtist vera að ræða. Hann var kominn um tvítugt er hann settist í skóla. En hann hafði fjölþætt- ar gáfur og þar á meðal góðar námsgáfur. Hann mun hafa stund- að nám sitt af dugnaði og kostgæfni, því að dugnað sýndi hann ævinlega við öll þau margþættu störf, er hann tók sér fyrir hend-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.