Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 21
STEINCRÍMUR STF.INÞORSSON 363 an að fullnægja trúarþörf fólks og vísa því réttan veg með há- leitustu trúar- og siðakenningar Krists að leiðarljósi. Trúarþörf fólks er, að mínum dómi, engu minni nú en áður var.“ „Teljið þér að kirkjan eigi mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðlífi Islendinga nú á tímum?“ J/ « „Ætlið þér, að samhand ríkis og kirkju sé æskilegt á þann veg, sem það er nú?“ „í æsku leit ég svo á, að stefna ætti að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ég hefi skipt um skoðun um þetta, eftir því sem árin hafa færst yfir. Nú lít ég svo á, að það yrði hvorki kirkj- unni sem stofnun né þjóðinni, sem á að njóta leiðsagnar kirkj- unnar og kristindómsins, til góðs að rjúfa sambandið milli ríkis- °g kirkju. Hitt er svo annað mál, að þörf mun vera nokkurra breytinga á þessu sambandi. Ber að athuga það rækilega, en hér gefst ekki tóm til þess að taka það til meðferðar. En jafnframt yil ég taka það fram, að kirkjan, sem ríkið kostar að öllu leyti °g verndar, verður ávallt að vera þjóð\irkja í þess orðs beztu nierkingu. Á ég þá við, að hún sé cíðsýn og rúmgóð, svo að all- breytilegar skoðanir nái að þróast og festa rætur innan hennar " en þó að sjálfsögðu aðeins skoðanir, sem reistar eru á trúar- °g siðakenningum Jesú Krists." „Viljið þér ekki segja eitthvað fleira um þetta starf yðar nu, er þér látið af því?“ „Mér er gleðiefni til þess að hugsa, að prestarnir hafa nylega fengið miklar launabætur í samræmi við aðrar stéttir. Þá hefir kirkjulánasjóður tekið til starfa og kirkjan fengið fleiri rettar- bætur. Viðreisn Skálholts hafin og vegur Hóla vaxandi. Loks ég gjarnan taka fram, að mér var mikil ánægja að þvi að gegna þessu embætti. Við það kynntist ég miklu betur en áður 'uikilvægri hlið þjóðlífsins, fékk á henni fyllri skilning og fannst ®g að vissu leyti auðgast við það sjálfur. Ennfremur kynntist ég v'ð meðferð þessara mála ýmsum mönnum, sem mér þótti gott a<5 starfa með.“ Steingrímur Steinþórsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.