Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 37
SÉRA magnús blöndal jónsson
379
Ekki heyrði ég hann nokkru sinni. tala illa um andstæðinga
sína, en er hann minntist á þá, gerði hann stundum góðlátlegt
gaman að þeim og hló þá hátt.
Vallanes hefir um aldir verið höfðingjasetur. Þar hafa setið
margir merkir klerkar, og hafa sumir þeirra einnig verið merkir
veraldlegir höfðingjar. Mjög framarlega í flokki þeirra má telja
séra Magmis. Hann var vel lærður og góður kennimaður, en
hann var einnig höfðingi á veraldar vísu. Hann var mikill fram-
fara og framkvæmdamaður í búnaði. Hann byggði stórt íbúðar-
hús og braut mikið land til ræktunar. Hann stóð um langt skeið
í fararbroddi bænda á Austurlandi í búnaðarsamtökum þeirra.
Og hann beitti sér fyrir því, og átti frumkvæði að, að akvegur
var lagður um Fagradal frá Reyðarfirði til Fljótsdalshéraðs.
Séra Magnús lét sig landsmál miklu skipta, og einu sinni bauð
hann sig fram til þings fyrir Suður-Múlasýslu. Var það sumarið
1908. Var hann í flokki þeirra, er vildu fella sambandslagaupp-
kastið af því að það gengi ekki nógu langt, til þess að tryggja
sjálfstæði íslendinga. En Sunnmvlingar báru ekki gæfu til þess
að kjósa hann á þing. Hann myndi þó að líkum, ef hann hefði
átt sæti á Alþingi, hafa lyft ýmsum Grettistökum fyrir kjördæmi
sitt.
Þegar Eimskipafélag íslands var stofnað, var hann stórvirkur
við hlutafjársöfnun þess. Hann hefir séð, að eignuðust íslend-
ingar skip, myndi það geta valdið straumhvörfum fyrir þá til
aukinnar velmegunar og sjálfstæðis, eins og raun hefir á orðið.
Presturinn og bóndinn í Vallanesi gerðist og meðstofnandi að
togarafélaginu Kára 1919 og var þegar kosinn í stjórn þess, og
í henni átti hann sæti þau ár, er hann þá átti eftir að búa í
Vallanesi.
Þótt séra Magnús kæmist fljótt í góð efni eftir að hann varð
prestur, og sigraði þar með bölvætt, er hann hafði kynnst í æsku,
fátæktina, og hann ætti láni að fagna í hjúskap, átti hann þó um
langt skeið að stríða við mikla erfiðleika og þola miklar raunir.
Hann eignaðist átta dætur og fjóra sonu með báðum konum
sinum. Af þeim dóu þegar í bernsku og æsku sex dætur hans og
tveir synir, flest úr berklum. Börn hans af fyrra hjónabandi, sem