Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 25
367 INGIBJÖRG ÓLAFSSON SJÖTUG trúi Islands. Og sem viðurkenningu fyrir störf hennar og það, hve vel og víða hún hefur aukið hróður íslands, bauð ísl. ríkisstjórnin henni heim til rettlandsins fyrir fáum árum. En sökum heilsubrests treysti hún sér ekki að taka því boði. Oft mun þó hugur hennar fljúga heim og jafnan er hjarta hennar bundið ættlandinu. Guði sínum og landi sínu vildi hún vinna til dýrðar. I þakklátri minningu Iiins liðna biðjum vér henni blessunar. G. Á. Fátækt. 011 mín dýrustu djásn missti eg á einum og sama degi. Ollum mínum erfðaperlum týndi eg sama daginn. Strax um morguninn var kærleikurinn útkulnaður. Um nónbilið var trúin önduð. Og þegar rökkvaði átti eg ekki eftir eina einustu bæn, sem eg gat beðið. En systir miskunnsemi vakti yfir mér um nóttina. Og hún lét mér skiljast á þeirri nóttu, að eg gat lifað það af að vera svona fátækur og hvílt án þess að bæra á mér í hendi þinni. Adelaide Schantz (G. Á.). * * * l'áir aðrir en fátæklingarnir hafa meðaumkvun með fátæklingunum. — L. E. Landon.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.