Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 39
Scra porsieinn £. ^ónsson, fimmiugur Hann átti firamtugsafmæli 19. júlí sl. Sr. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp hjá for- eldrum sínuni: Jóni Þorsteinssyni, söðlasmið, og konu hans Maríu Guð- laugsdóttur. Eru báðar ættir hans úr Rangárþingi og telur sr. Þorsteinn sér það til gildis. Lái ég honum það ekki. Hann stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og varð stúd- ent 7. júní 1930. Kandidatsprófi í guðfræði tók hann við Háskóla Is- lands 9. júní 1934 með 1. eink. Á ár- unum 1946 og '47 var hann við fram- haldsnám erlendis og lagði einkum fyrir sig kennimannlega guðfræði. Sr. Þorsteinn var vígður til prests 28. júní 1934, sem settur sóknar- prestur í Miklaholtsprestakalli í Snæ- fellsprófastsdæmi. Um haustið, það sama ár, fékk hann veitingu fyrir kallinu, næstur á eftir séra Arna Þórar- inssyni á Stórahrauni, og hefir þjónað því siðan. Aukaþjónustu hefir hann gegnt í nágrannaprestaköllum um lengri eða skemmri tíma. Árið 1936 var Söðulsholt gert að prestssetri og hefir hann búið þar. Eins og fyrr segir, hefur séra Þorsteinn þjónað sama prestakahi yfir 20 ár. Honum er ljúft að mæla, að þar hafi hann verið hjá „góðu fólki." Sóknarbörn hans hafa og kunnað að meta mannkosti hans. Sr. Þorsteinn sameinar það tvent, að vera alvörumaður og hógvær gleði- maður. Málefni kirkjunnar hafa æ verið honum heilög hugðarmál, og við öll störf prestsins hefir liann verið vandlátur við sjálfan sig, enda farist þau vel úr hendi. Utan kirkju — sem innan — er hann hinn raungóði vinur og vill allra vanda leysa. Hann er í eðli sínu óhlutdeilinn, en finnist honum, að gengið sé á rétt þess, sem síst skyldi, snýst hann til varnar og getur þá orðið þungur á bárunni. Slíkur er háttur góðra manna. Einn er sá þáttur í starfi prestsins, sem hefir mjög tekið hug sr. Þorsteins, en það er sál- gæzlan. Hefir hann verið einn af hvatamönnum innan stéttar sinnar um

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.