Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 17
PRESTAFUNDUR NORÐURLANDA 359 Sunnudaginn 5. ágúst kl. 4 var móttaka á Bessastöðum hjá forseta íslands, herra Asgeiri Asgeirssyni og frú Dóru Þórhalls- dóttur. Var fyrst gengið í kirkju og hlýtt messu hjá sóknarprestinum, sr. Garðari Þorsteinssyni, en á eftir flutti forseti íslands ræðu. Carl Bay form. danska prestafélagsins þakkaði heimboð. At- höfninni var útvarpað. Á eftir voru veitingar fram bornar í for- setabústaðnum. Var heimsókn þessi öllum þátttakendum einkar ánægjuleg, enda veður dásamlega fagurt. Um kvöldið kl. 7,30 hófst veizla á Hótel Borg í boði biskups íslands, herra Ásmundur Guðmundsson og frúar hans. Voru margar ræður fluttar í hinu veglega samkvæmi. Loks bauð hið nýstofnaða prestakvennafélag íslands erlend- um konum, sem þátt tóku í fundinum, til kaffidrykkju í húsi K. F. U. M. og K. fyrsta fundardaginn. Form. félagsins, frú Anna Bjarnadóttir í Reykholti flutti ræðu um íslenzku kirkjuna og störf hinnar íslenzku prestskonu. Ennfremur sátu erlendar fund- arkonur boð biskupsfrúarinnar, frú Steinunnar Magnúsdóttur á heimili hennar. Ferðir voru skipulagðar um bæinn til að sjá nrerka staði og byggingar. Tíunda prestafundi Norðurlanda lauk fyrir hádegi mánudag- inn 6. ágúst. Skilnaðarræðu flutti sr. Jakob Jónsson, en stjórnar- nefndarmenn fluttu ávarp. AUir létu þeir í ljós mikla ánægju yfir fundinum, góðum kynnum af landi og þjóð og frábærri gest- risni, sem þeir hefðu orðið aðnjótandi. Beindu þeir sérstöku þakk- læti til form. Prestafélags íslands, sr. Jakobs Jónssonar, en hann hafði átt mestan þáttinn í undirbúningi fundarins. Að síðustu has hann Jóh. 17, 20—26, flutti hlý kveðjuorð og endaði með bæn. Sama dag síðdegis lagði Brandur VI. af stað úr Reykjavíkur- höfn, en þeir, sem eftir urðu fóru næstu daga. Frá þeim degi, er fvrstu gestirnir komu, þar til hinir síðustu hvöddu, var veður hið fegursta, sólskin alla daga og kvöldfeg- llrð í Reykjavík frábær. Var það sérstakt lán, að svo skyldi viðra, enda átti það mikinn þátt í ánægjulegri dvöl fundarmanna. Er þess að vænta, að þessi 10. norræni prestafundur, sem er nterkur viðburður í kirkjulífi voru, verði til heilla kirkju vorri.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.