Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 43
Áðalfundur Prestaíélags Islands 1956 \ar haldinn í Háskóla íslands föstudaginn 29. júní. Hófst hann með 'niorgunbæniun i kapellunni. Sr. Trausti Pétursson á Djúpavogi talaði og flutti bæn. Fonuaður, sr. Jakob Jónsson, setti fundinn, minntist látinna félagsmanna, flutti síðan skvrslu um störf síðasta árs og skýrði frá afskiptum félags- stjórnar af launamálum. Ný launalög höfðu gengið í gildi, en samkvæmt þeim hækkuðu prestar um 1—2 launaflokka, embættiskostnaður hafði hækk- að nokkuð, og sett hafði verið ný gjaldskrá fyrir aukaverk presta. Þá ræddi hann um vandkvæði búandi prestaa og þörf á athugun um aðstöðu þeirra, skýrði frá útgáfu Kirkjuritsins og að próf Magnús Jónsson hefði látið af störfum við ritstjórn, en við tekið sr. Gunnar Arnason. Þá ræddi hann um Skálholtshátíðina og fyrirhugaðan norrænan prestafund o. fl. Þá tók til máls sr. Stefán Eggertsson og flutti stjórninni þakkir fyrir unnin störf á árinu, og var undir það tekið með lófataki. Ritarar á fundin- um voru sr. Jón Þorvarðsson, sr. Kristján Róbertsson og sr. Gísli Brynjólfsson. Formaður las upp reikninga félagsins f\’rir síðasta ár, og voru þeir samþykktir. Þá var tekið fvrir aðalmál fundarins: Nýtt fyrirkomulag á aukaverka- greiðslum. Framsögumaður var sr. S\ einn Víkingur. Taldi hann að taka bæri upp aðra skipan á greiðslum fyrir aukaverk presta en verið hefði. I stað þess fengju prestar sérstaka aukagreiðslu af sóknartekjum, sem þá yrðu þeim mun hærri, er þessu gjaldi næmi. Féllu þá niður greiðslur fyrir aukaverk í núverandi formi. — Allmiklar umræður t'rðu um málið. Kl. 2 flutti sænski biskupinn Manfred Björkquist fyrirlestur um hina hristnu von. Viðstödd voru forsetahjónin, lierra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir. Að fyrirlestrinum loknum var sameiginleg kaffidrvkkja á Hótel Garði, en kl. 4,30 hófust framhaldsumræður. Þessar tillögur vom samþykktar á fundinum: 1. Aðalfundur Prestafélags Islands 1956 samþ., að félagið gerist aðili að samvinnunefnd norrænna prestafélaga og kjósi tvo fulltrúa í þá nefnd. Var stjórninni falið að velja menn í nefndina.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.