Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 23
365 GÚSTAV A. JÓNASSON SEXTUGUR Öllum mun ljóst, að, þótt Gústav A. Jónasson hafi eðlilega ekki átt al- mennt frumkvæði að þessum málum, hafa þau óll meira og minna til hans kasta komið ou; hefðu ekki leystst á sarna hátt án stuðnings hans og sam- þykkis. Sérstök ástæða er til þess að taka fram hlut ráðuneytisstjorans að því, er varðar verklegar framkvæmdir á prestssetrunum. Þegar hann tók við em- bættinu voru einungis ætlaðar kr. 12.000.00 til þessara mala, en nú kr. 3.426.000.00. Þótt gengi peninganna sé allt annað nú en þá, hefir her sarnt orðið stórkostleg breyting á til bóta. Og áhætt er að fullyrða, að þar gætir beinna og mikilla áhrifa ráðuneytisstjórans, sem sakir tauga þeirra, er tengja hann við sveitirnar, og hinna heilbrigðu lífsviðhorfa hans, hefir haft mikinn áhuga á, að prestssetursjarðirnar drægjust ekki aftur úr öðrum jarðeignum á því umbótaskeiði landbúnaðarins, sem verið hefir síðustu áratugina. Fáa menn höfum vér prestar landsins mætt meira nreð kvabbi voru og vandkvæðum en Gústav A. Jónasson. Stundunr eru biðraðir við dyr hans. Auðvitað hefir hann tekið oss nrisjafnlega eftir því, sem málefni hafa staðið til, og ekki getað orðið við allra bænum. En víst rnundi hann vilja hafa meiri fjárráð oft og tíðum. Og ég hygg, að svo færu flestir, ef ekki allir, af fundi lians, að þeir vissu, að hann vildi gera það, sem hann taldi sann- gjamt og rétt. Hefði einlægan vilja til úrbóta og liðsinnis. Því eiga prestarnir og kirkja landsins i heild honurn mikið upp að inna og margt að þakka. í all mörg ár hefur ráðuneytisstjórinn ekki gengið heill til skógar, en sýnt frábært þrek og stillingu í veikindum sínum. Nú er það von vor, að honum auðnist að ná góðum bata og hann fái enn langa hríð skipað sinn mikilvæga sess kristni landsins til eflingar og kirkjunni til hagsbóta. Vér biðjum honum blessunar af heilum hug. G. Á. Öryggi. Mælt er, að Valens keisari (364—378) spyrði Basilíus mikla kirkjuföður * bræði, hvar hann hygðist leita hælis í trúarofsóknum þeirn, er keisarinn hafði hafið. Basilíus svaraði ofboð rólega: „Annað hvort undir himninum eða í himninum.“ * * Agætasta heimatrúboðið er að kristna sjálfan sig. — J. J. Jansen.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.