Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 48
390 KIRKJURITIÐ bera hlýjan hug og ræktarsemi til kirkjunnar og kirkjumála. Það er lika gott veganesti á lífsleiðinni að eiga slíkt hugarþel. — Kirkjan liefir ekki enn verið hituð upp með rafmagni vegna hins háa — og að okkur finnst ósanngjarna fastagjalds af kirkjum, sem skiptir þúsundum af liverri kirkju, þótt hún sé ekki hituð upp nema nokkrar stundir á ári. Vonandi verður þetta lagfært áður en langt líður. Enda mun verið að vinna að þvi. — G. ]■ Leiðrétting viðvíkjandi gjöfum til Stykkishólmskirkju. — Bikarinn, oblátudósirnar og patinan voru gefin af frú Guðríði Magnúsdóttur og syst- kinum hennar i minningu um foreldra þeirra, Magnús Jónsson bókhidd- ara og frú Júlíönu Kristjánsdóttur, Stykkishólmi. — Kristallsvasarnir voni gefnir af systrunum Sigurbjörgu Ebeneserdóttur og Ebbu Ebeneserdóttur í minningu um son Sigurbjargar, Grétar Ebeneser ,sem dó mjög ungur. Enn má geta þess, að vorið 1955 efndu konur safnaðarins til samskota og gáfu kirkjunni 30 fermingarkirtla. \7;ir það vel þegið og þótti ágæt og nyt- söm nýung. Guðrún Torfadóttirprófastsekkja (f. 10. 10. 1872) lézt 7. ágúst s.l. á Flatevri. Hún var seinni kona séra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar á Hólmum í Reyðarfirði (d. 11. 9. 1912). Foreldrar hennar voru Torfi Hall- dórsson kaupmaður á Flatevri og kona hans Marína Ozurardóttir. Frú Guðrún var myndar- og gáfukona, sem kom upp bömum sínum með mikl- um dugnaði, en þau voru á unga aldri, er hún missti manninn. Lengst af ekkjudómsins var hún símstjóri á Flateyri. Olafsfjarðarkirkja var mjög endurbætt í sumar. Settir í hana nýir gluggar, gólfið endumýjað, veggir einangraðir og allt húsið málað að nýju. Sunnudaginn 9. sept. endurvígði presturinn í Eyjafjarðarprófastsdæmi sr. Sigurður Stefánsson kirkjuna að viðstöddum mörgum prestum og fjölda safnaðarmanna. Á héraðsfundi prófastsdæmisins, sem haldinn var á Ólafs- firði sama dag, var samþykkt að endurreisa kirkjuna á Kvíabekk. Kristinn Sigurðsson sóknamefndarfonnaður og kona hans lýstu því, að þau gæfu kr. 10.000.00 til Jressa verks. Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem haldinn var í Bifröst í Borgarfirði snemma í júlí, samþykkti samkvæmt tillögu fra fulltrúum Kaupfélags Þingeyinga og Kaupfélags Borgfirðinga að mæla með því, að kaupfélög landsins hefðu ekki sorp- og glæparitin til sölu í búð- um sínum og vinna að þvi, að bóksalar og aðrar verzlanir liættu einmg

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.