Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 30
372 KIRKJURITIÐ Undarlegt hvað kristin kirkja er í mörgum deildum. Grátlegt live lítils skilnings og bróðurkærleika gætir í samskiptum ýmissa trúarflokka. Fátt er þó kirkjunni í heild til meiri álitshnekkis í augum þeirra, sem fyrir utan standa. Sameiningarhreyfing síðari áratuga sígur áfram og er góðra gjalda verð. En skelfing þarf margt enn að brúa. Vonandi skiljum vér íslendingar það alltaf allir til fullnustu, að eitthvað er ábótavant kristindómi þeirra manna og kirkjudeilda, sem eru fúsari til áfellinga og dóma um annarra trú, en meira og minna samfélags og samvinnu við alla, sem kallast vilja kristnir og langar til að kristna heiminn, þótt kenningar og siðir séu með ýmsu móti. A styrjaldarárunum komu þó jafnvel kaþólskir menn og mót- mælendur sér saman um að nota sömu kirkjuhúsin, ef svo stóð á, að þess var þörf. Þetta var og er til fyrirmyndar. Eitt tákn þeirra einingar allra kristinna manna, sem þarf og á að komast á. Gunnar Árnason. Hvcrs vcgna drehka menn7 Þessari spurningu svaraði á sinni tíð hinn merki lífefnafræðingur Gustav von Bunge i Basel, og þó að urn 60 ár séu liðin siðan, er svar lians jafngott •og gilt, eins og það hefði verið gefið í gær eða dag. Hann segir svo: „Fyrsta aðalorsökin til ofdrykkjuvanans er hin mannlega tilhneiging til að herma eftir öðrum. Fyrsta glasið er ekki betra á bragðið en fyrsti vindillinn, en menn drekka það af því að aðrir drekka. En þegar maðurinn liefir vanið sig á að drekka, skortir hann aldrei ástæðu til að lialda því áfram. Menn drekka, þegar þeir skilja, og þeir drekka, þegar þeir hittast aftur; þeir drekka, þegar þeir eru soltnir, til að sefa hungrið, og þeir drekka, þegar þeir em saddir, til þess að auka matarlystina; þeir drekka til þess að hita sér, þegar kalt er, og þegar heitt er, drekka þeir til að svala sér. Þegar þeir eru syfjaðir, drekka þeir til þess að halda sér vakandi. og þgar þeir þjást af svefnleysi, drekka þeir til þess að geta sofnað. Þeir drekka, þegar illa liggur á þeim, og þeir drekka, þegar vel liggur á þeim. Þeir drekka, þegar barn er skírt, og þeir drekka, þegar gamalmenni er jarðað. Þeir drekka til að gleyma áhyggjum sínum, sorgum og neyð. Þeir drekka til þess að losna við leiðindi og margs konar böl og þeir drekka til þess að fá nægilegt hugrekki til að — svipta sig lífi!“ (Frá Áfengisvarnarráði).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.