Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 27
PISTLAR 369 en hinna gömlu. Það er efalaust meira í samræmi við smekk og þarfir nútímans. Æskan hefir fælst kirkjuna um of í seinni tíð. Sumpart af því, nð henni hefir fundizt kirkjan standa utan við aðalumferðaæðar lífsins og vera döpur og skuggarík, köld og ógnandi. Því verður heldur ekki neitað, að þrátt fyrir alla sína fegurð, margbreytni og launhelgi eru sumar hinar fornfrægu kirkjur líkari voldug- um listasöfnum en opnum kærleiksríkum Ijósfaðmi. Auðvitað hafa þær sitt gildi, og vér megum ekki við að missa þær, en óvíða hafa menn efni á að apa þær. Hverjum söfnuði ber að sníða sér stakk eftir vexti. Og þegar öllu er á botninn hvolft, er þó mest um vert, að kirkjan sé sótt. Ahugasamir, starfandi söfnuðir eru hin eigin- lega kirkja. Kirkjuhúsið er aðeins skurn. Hann er blóminn. Vallingby. I einum útjaðri Stokkhólmsborgar hafa Svíar reist nýtt hverfi, sem þeir eru að vonum næsta stoltir af. Há og stílhrein sambýlis- bús gnæfa þar í skipulegum röðum. íbúðirnar eru hæfilega stór- ar og vel búnar þægilegum og smekklegum húsgögnum og margs konar þægindum. Miðsvæðis er íbúunum séð fyrir alls konar þjón- ustu, þar er fjölskrúðug verzlun, lyfjabúð, póst- og símastöð, ol- ísusala og annað slíkt. Kirkjunni hefir heldur ekki verið gleymt. Snotur en lítil kapella og samkomusalur er í einni sambyggingunni. Stærri kirkja í stíl við hverfið er og í smíðum á fögrum og hentugum stað. Svíar þykja þó allra þjóða veraldlegast sinnaðir eins og stendur. En andlega lífið er eins og trén, sem vaxa upp úr sprungnum klöpp- unum. Áskoiun til íslenzkra mæðra. í nágrannalöndunum hefir baráttan gegn sorpritunum borið betri árangur en hér, enn sem komið er. Sumpart af því að þar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.