Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 11
KIRKJURITIÐ
5
hvort tveggja væri þér gefið, hversu mikil sem umsvif þín
kunna að hafa verið til þess að búa um þig og þína. Þar var
gimsteinn, sem gekk þér úr greipum.
Og ef þú hefur engan tíma handa sálu þinni, þá áttu allslausa
sál, þegar til á að taka, hún er glötuð þér, eilífð hennar runnin
þér úr greipum með tímanum, sem þú sviptir hana. Þar var
meira en gimsteinn í boði, þar var um allt að tefla.
Tíminn er lífið, sá tími, sem vér eigum hver fyrir sig, það
gildi, sem vér gefum honum, er lífsgildið sjálft.
III.
Þú þokast í dag framhjá áfangamerki á ævivegi þínum. Sá
vegur er ráðinn að baki að ýmsu leyti og þó mjög á huldu um
margt og alls óræður framundan. Þú veizt ekki, hvaðan þig
bar né hvert þig ber, nema þetta, að þú fæddist einu sinni af
skauti móður, sem máski er þegar til moldar vígð, og þú hverf-
ur bráðum sjálfur í moldarskaut eins og hún.
En áfangamerkið, sem þú ferð hjá í dag á vegi tímans, hefur
áletrun. Þar er skráö eitt nafn.
Hugsaðu þér, að þú sért á ferðalagi, á óþekktum slóðum, á
undarlegum vegi staddur, í dularfullu og margræðu umhverfi.
Þú veizt ekki, hvernig eða hvers vegna þig hefur borið hér að,
veizt ekki, hvaða afl það er, sem sogar þig áfram, veizt ekki
erindi þín, veizt aðeins þetta eina, að framundan er veggur,
sem innan stundar opnast og þú gengur inn í hann, eins og sá,
sem í þjóðsögunni villtist í göngunum og gekk í vegginn. Þú
getur ekki snúið við, þú finnur engar útgöngudyr, nema þess-
ar einu, vegginn, sem lokast á eftir einum af öðrum og bráðum
gleypir þig. Og hugsaðu þér nú, að þig beri þar að, sem letrað
stendur nafn, nafn, sem þú kannast við, sem þú heyrðir ein-
hvern tíma í bernsku, nafn, sem móðir þín nefndi, þegar mikið
lá við, nafn, sem er umvafið jólabirtu og páskaljóma, nafn vin-
ar. já, ástvinar. Þær stöðvar, sem þú ert staddur á, eru hans
nieð einhverju móti, hann hefur verið þar fyrri, hann hefur
gengið um þetta völundarhús og sett sitt fangamark á það,
hann er þar, hann á þar ítök, eign, heimili, hann ræður fyrir hér.
Það myndi fara fagnaðaralda um huga þinn í þessum spor-
um, þú ert öruggur, þér er borgið, ef þú finnur þennan vin, sem
hefur skráð nafn sitt hér til þess að minna þig á, til þess að