Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 18

Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 18
12 KIRKJURITIÐ Hér er ekki unnt að rekja sögu þessara funda. Hún verður vonandi rituð á sínum tíma og dómur á hana lagður. En það hygg ég, að ekki muni dyljast neinum kirkjuvini, að fundirnir hafi komið að gagni og reynzt þá bezt, er mests þyrfti við. Þegar fækka átti prestum landsins um meira en %, þá stöðv- aði almennur kirkjufundur þetta tilræði við kirkjuna, studdur meginþorra þjóðarinnar. Þá lét einn prestanna svo um mælt: „Gísli Sveinsson er gjöf Guðs til þjóðar vorrar á hættutíð." Það var engin tilviljun, að Gísli Sveinsson var kjörinn til þess að sitja um fjölda ára í Kirkjuráði Þjóðkirkju íslands, heldur þótti mörgum einsætt að kjósa hann, meðan hans naut við hér á landi. Hann var lengi varaforseti Kirkjuráðs, allt til dauðadags. Saga þess er skráð í skjalasafni biskupsdæmisins og sýnir það, hve mörg merk mál Kirkjuráð hefir fjallað um og ráðið til farsællegra lykta. 1 þessu starfi öllu var Gísli Sveinsson hinn ljúfasti samstarfsmaður, glöggur og fylginn sér, hreinskilinn, einarður, vitur og góðgjarn. Hann var einnig kosinn með miklu atkvæðamagni fulltrúi á Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju og einróma varaforseti þess, er það tók til starfa fyrir rúmu ári. Var allt starf hans þar með sömu einkennum sem í Kirkjuráði og mikill styrkur að þingsetu hens reynda og gáfaða manns. Meðal annars beitti hann sér á Kirkjuþingi fyrir því máli, sem hafði verið eitt höfuðáhugamál hans um áratugi og hann flutt vel og drengi- lega bæði á Alþingi og kirkjulegum fundum, að ríkinu bæri að leggja fram miklu meira til byggingar kirkna en verið hefði. Það væri beinlínis skylda þess, og ætti að vera ljúf skylda. Eins og vænta mátti, lét Gísli Sveinsson einnig mjög til sín taka kirkjumál Reykjavíkur eftir það, er hann var hér bú- settur orðinn. Hann var safnaðarfulltrúi Dómkirkjusafnaðarins og átti sæti á héraðsfundum prófastsdæmisins og í safnaðar- ráði Reykjavíkur. Hann studdi ennfremur af alhug fyrr og síðar slysavarnir og önnur líknarmál og mannúðarmál, enda lá það djúpt í eðli hans að vilja hvers manns vandræði leysa. Eftir hann stendur opið skarð og ófyllt í flokki kirkjunnar manna, og spurningin vaknar, eins og stundum áður: Hver verður nú til hans vopnin góð í hraustlega hönd að taka?

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.