Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 22
16
KIRKJURITIÐ
engin kirkja væri til — nema við jarðarfarir, fermingar og
stórhátíðir.
Kirkjunnar menn eru allir, sem skíröir eru og ekki segja sig
úr kirkjunni. En presturinn hefur sérstöðu að því leyti, að hann
er hirðir ákveðinnar hjarðar. Sé hann góður hirðir, þá fer ekki
hjá því, að honum sé umhugað um að hjörðin komist í gott
haglendi, en standi ekki í svelti og vanþrífist. Vandamál ver-
aldleikans hlýtur því að leggjast þungt á samvizkusama presta,
enda leita þeir ráða til þess að vinna bót á meininu.
Ekki er þó ævinlega leitað heppilegra úrræða. Það bætir gráu
ofan á svart að tala um lélega kirkjusókn af prédikunarstól
yfir þeim fáu mönnum, sem koma þó. Menn gleyma því ekki
langtímum saman —■ já, e. t. v. er slík áminning það eina, sem
menn muna lengi úr ræðunni. Og það er ekki æskilegt. Hina
lélegu kirkjusókn verða kennimenn að bera eins og hvern ann-
an kross meðan á helgihaldinu stendur — en taka hins vegar
fyrir sem rannsóknarefni þar fyrir utan.
Þess ber að geta, að ennþá er kirkjusókn í sumum sveitum
furðu góð, og hún virðist örvast þar, sem barnastarf er fram-
kvæmt af kirkjunni. Eins virðast kirkjuvikur vera svo vel
sóttar að undrun sætir. Þetta sýnir meðal annars, að menn
kunna vel að meta verðmæti kristindóms og kirkju, þegar þeir
vilja snúa sér að þeim í fullri alvöru.
Veraldleikinn —- secularisminn — segir einnig til sín í mati
manna á verðmœtum. Svo mjög eru veraldleg verðmæti tekin
fram yfir andleg verðmæti, að helgidagur safnaðarins er af
mörgum nálega þurrkaður út. Menn eru hættir að gera sér
dagamun. Þetta er skaðlegt andlegri og líkamlegri heilsu manna
og dregur stórlega úr andlegu frelsi þeirra. Vélamenningin á
sinn þátt í því að þurrka út alla helgidaga. Og þeir eru ekki
fáir, sem starfa sinna vegna eru jafn bundnir á helgidögum
sem aðra daga. Sums staðar erlendis eru 8% verkamanna eða
fleiri þannig bundnir.
Að sama skapi sem þetta ástand breiðist út, kemur fram
þörfin á öörum guösþjónustutímum en liinum venjulegu. Er-
lendis hafa kennimenn tekið tillit til þess alllengi. Og á sunnu-
dögum eru víða erlendis fluttar fjórar guðsþjónustur á dag í
sömu kirkjunno. Ekki væri þetta gert nema af því, að reynsl-
an sýnir, að þörf er á því.