Kirkjuritið - 01.01.1960, Side 27
IÍIRKJURITIÐ
21
„verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á Guðs ríkis braut“.
Misskilningur og rangtúlkun.
Kristnum mönnum hefur stundum verið núið því um nasir,
að þeir kölluðu jörðina „eymdadal11 og byðu almenningi aðeins
von um gæði himinsins. Þess vegna væri trúin „ópíum fyrir
fólkið“. Þessar gömlu lummur voru nýlega velgdar upp í við-
tali í einu dagblaðanna með þessari setningu: „Jörðin á ekki
að vera biðstofa himnaríkis, heldur himnaríki sjálft“. Það gef-
ur mér tilefni til að taka það fram, að það er hreinn misskiln-
ingur og óafvitandi rangtúlkun að ætla, að Kristur boði nokk-
urn tíma né nokkurs staðar, að jörðin sé biðstofa himnaríkis, —
hitt auðvitað heldur ekki, að jörðin sé himnaríki.
Haft er eftir Kristi, svo sem kunnugt er: „Lífið er brú, vér
eigum að ganga yfir brúna, en ekki byggja hús vor á henni.“
Þetta er líking þess, að lífi voru sé ekki lokið með jarðlífinu.
Vér eigum í vændum lengri leið. Og brúin getur aldrei verið
biðstofa. Því segir hann líka, að vér eigum að ganga yfir hana.
Frekar væri að líkja jörðunni við undirbúningsskóla en bið-
stofu, að kristinna manna dómi. „Guðs ríki“ í merkingu N.T.
taknar framar öllu ákveðið hugarfar, andlegt ástand, ákveðið
•uannlegt samfélag í tengslum við og undir stjórn Guðs, þessa
heims og annars. Sbr. Lúk. 17,21: Sjá, Guðs ríki er hið innra
í yður.
Ekkert er táknrænna fyrir kristnina fyrr og síðar en sú von,
að vér mennirnir séum aðeins að feta oss áfram fyrstu lífs-
skrefin hér á jörðunni, en eigum síðar að hafa vistaskipti og
búa í öðrum heimi. Og kærleikurinn — Guðsást og mannást —
frumskilyrði þess, að oss vegni vel bæði hér og þar. Fagurt og
astríkt heimilislíf er kristin fyrirmynd fagurs mannlífs og
Guðs ríkisins.
Vegna þessa fer því fjarri, að andi biðstofunnar skapist með-
al kristinna manna, heldur elst með þeim sú mesta starfshvöt
°g umbótalöngun, sem sagan greinir frá. Benda má t. d. á
Kvekara því til sönnunar, af því að dæmi þeirra er svo al-
kunnugt.
Ég get líka skýrt þetta með neikvæðu og jákvæðu dæmi.
Lavater, einn af kunnustu heimspekingum og guðfræðingum