Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 36
30
KIRKJURITIÐ
Sleppum alveg því, sem ógerlegt er — og Guð einn veit,
hvers vegna ekki mátti verða, að heimurinn væri laus við erf-
iðleika og sorgir.
Hugsum heldur um það, sem felst í sögunni um kanversku
konuna viðvíkjandi bænunum — og bænheyrslunni.
Þar er eitt aðalatriði, sem ég ætla, að vér öll höfum gott af
að leggja á minnið.
Segið mér: Eru ekki margir farnir að afrækja bænirnar —
já, vantreysta blessun og mætti bænarinnar? Mér heyrist það
óneitanlega á unglingunum, sem ég hef uppfrætt á síðari árum.
Ég segi alls ekki, að þar eigi allir sömu söguna — en það mun
ekki of mælt, að í þéttbýilnu a. m. k. kunni meiri hluti barna
og unglinga fremur fáar bænir — og hafi alls ekki fyrir fastan
vana að biðja eitthvað daglega, bæði kvelds og morgna — eirs
og oss, sem erum meira en miðaldra, var kennt — og vér
vöndumst á.
Og hvað getur komið hér til annað en vanmat á gildi bæn-
arinnar — eins og ég sagði? Og stafar sú ótrú á henni ekki
af tvennu:
1 fyrsta lagi því, að menn skilja ekki nógu vel, að bænin er
fleira og meira en dagleg kröfuganga á fund Guðs. Hún er
lika samtal við Guð, — og auðmýking gagnvart Guði — og
helgun hugans til þjónustu við Guð. — Þessi hlið bænarinnar
er oss alltof lítið minnisstæð og töm.
En svo efumst vér líka um, að Guð heyri nokkrar bænir, af
því að hann uppfyllir ekki kvabb vort undir eins — kemur ekki
strax oss til liðs eða hjálpar, líkt og hjúkrunarmaður til sjúkl-
ins, ef á hann er hringt.
En slíkar kröfur og þess háttar skilningur er fjarri því, sem
Jesús kennir um bænina.
Þess gætir hvergi, að honum komi til hugar, að Guð upp-
fylli allar bænir — hvað þá, að hann á hverri stundu gegni
ákalli manna.
Hér sem oftar túlkar séra Hallgrímur Pétursson svo vel skilr,-
ing Drottins, er hann segir í 16. versi 3. Passíusálmsins:
Ef hér verður, sem oft kann ske,
undandráttur á hjálpinni,
bið, styn, andvarpa æ þess meir,
sem aukast vilja harmar þeir,