Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 46
40 IiIRKJURITIÐ konservativen Kreisen). Þess þarf þó að gæta, að nýbreytnin hefir verið smávirkari í sveitum en kaupstöðum. Næst eftir bændum komu launastarfsmenn (die Angestellten), þá v'erka- menn og svo sjálfstæðir atvinnurekendur með 42% já fyrir ný- tízku kirkjur, og svo síðast embættismenn með aðeins 34% já fyrir nýt. k. En sveitirnar voru í annari röð. Embættismenn höfnuðu þó hlutfallslega mest, þá verkamenn, sveitafólk, starfs- menn, en sjálfstæðir atvinnurekendur hafa fæsta neitendur. Annað hvort veigra þeir sér við að svara af duldum ástæðum eða hafa rætt málið mest og eigi rætt það út. Þeir tekjuhæstu (800 DM og þar yfir) segja 53%, að þeim falli við nýja stilinn og síðan koma þeir lægst launuðu (250 DM og minna) með 47% jákv. fyrir hann, en svo aftur röðin eftir tekjum niður á við, 600—800, 400—600 og 250—400 síðast og hafa líka hlutfallslega flest nei. Eftir því hvar fólkið bjó sögðu þeir, sem bjuggu í smástöðum (2000 íbúar og minna) 49%, að þeim líkaði við nýbreytnina og líka í stöðum með 10.000—100.000 íbúum, en í gömlu smá- borgunum með 2—20.000 íbúum voru flestir meðmæltir, þ. e. íbúar þeirra staða, sem minnst sködduðust í stríðinu og gaml- ar kirkjur standa margar í. Samt eru neitendur flestir hlut- fallslega í stórborgunum, þar næst sveitaþorpum, síðan smá- borgum og fæstir í millistærðarborg. Þeir, sem stöðugt sækja kirkjur, sögðu 56%, að þeim geðj- aðist vel að nýjum stíl, en 11%, að þeim mislíkaði hann. En þeir, sem nálega aldrei fara í kirkju, sögðu 22% að þeim mis- líkaði hann. Þannig má segja, að þeir, sem jafnaðarlega sækja kirkju og eru í sambúð við nýjar leiðir í bygginrastíl, greiði atkvæði með þeim, en ekkikirkjugöngufólk móti. Ennfremur virðist unga fólkið og menntafólkið vera hlynntara nýjum tilraunum, og einfaldir og aldnir hafna þeim fremur. Eigi má gleymast, að hversu vandlega og kerfisbundið sem athugun fer fram með skoðanakönnun, fæst samt eigi sú eina rétta niðurstaða eða heimsskoðanalegur skilningur né listrænn dómur í svo við- kvæmu máli, sem höfðar bæði til tilfinninga og trúarkennda. Gísli H. Kolbeins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.