Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 47
Geirmundur Magnússon meðhjálpari.
Minningarorö.
Geirmundur Magnússon var
fæddur 10. september 1883 á Glett-
ingsnesi við Borgarfjörð eystra.
Foreldrar hans voru Magnús Ben-
ónýsson og kona hans Kristborg
Geirmundsdóttir, sem þar bjuggu.
Hjá foreldrum sínum ólst Geir-
mundur upp og dvaldist hjá þeim
fram til 18 ára aldurs. En þá flutt-
ist hann upp í Hjaltastaðaþinghá
og réðst þar í kaupavinnu, og átti
Þar heima upp frá því.
Ástæða nokkur lá til þess, að
Geirmundur fór svo snemma al-
farinn úr foreldrahúsum. Þann-
ig var, að á bæ foreldra hans
var stundaður sjór jöfnum höndum
var allalgengt. Geirmundur var snemma látinn taka til hend-
inni við heimilisstörfin. Meðal annars látinn róa til fiskjar. En
það þoldi hann illa vegna stöðugrar sjóveiki, sem þjáði hann.
Varð það því úr, með frændaráði, að þessi unglingspiltur lagði
land undir fót, þangað sem vítt er til fjalla og grasið bíður
eítir sláttumanninum.
Fljótlega eftir komu sína í Hjaltastaðaþinghána varð Guð-
Wundur meðhjálpari við kirkjuna á Hjaltastað. Gegndi hann
því starfi í rúm fimmtíu ár. Mun það ekki algengt, að sami
oiaður gegni því göfuga starfi jafnlengi. En Geirmundi var
Þetta starf hugljúft og vann það með stakri prýði. Við það
v°ru hans beztu minningar bundnar. Sérstaklega voru honum
hugstæðar heimsóknir þriggja biskupa, sem vísiteruðu Hjalta-
staðakirkju í meðhjálparatíð hans. En það voru herra Jón
Helgason, herra Sigurgeir Sigurðsson og herra Ásmundur Guð-
Geirmundur Magnússon
meöhjálpari
við landbúskap, eins og þá