Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 4
194 KIRKJURITIÐ ar, er vígður var til Grímseyjar, þótt hann hefði ekki tilskilinn skólalær- dóm til embættis. Má vera, að einhverjum hafi komið til hugar, að kirkju- stjórnin gæti nú farið líka leið til þess að sjá þeim fyrir prestsþjón- ustu. Ætla ég, að Einar hefði ekki skort traust og tilstyrk eyjarskeggja ef til sliks hefði komið. Hann nýtur þar fágætrar tiltrúar og virðingar. En uin undanþágur frá lögum um réttindi til emhætta er skylt og sjálf- sagt að fara varlega. Þótt ákvæði laga um rétt til prestsskapar sé ekki trygging fyrir hæfi eða mannkostum er mikils vert öryggi í þeim fólgið um mönnun, vitsmuni og þekkingu. Kirkjan má ekki slaka á kröfum um menntun presta sinna. En hitt er líka víst, að hún þarf fleiri liðsmenn en guðfræðinga. Starfsfúsir, trúaðir leikmenn þurfa að liafa svigrúm til starfa og verkefni. Og í einstökum tilfellum tel ég, að kirkjunni geti verið hollt og enda nauðsynlegt að eiga einhvern veg til embættisréttar á svig við lögmælta leið. Hér var ekki slíkt spor stigið. Það, sem gerzt hefur í Grímsey er það, að leikmaður, sem hefur óskorað traust prests síns og safnaðar, er form- lega ráðinn af hiskupi til þess að inna af hendi tiltekna safnaðarþjónustu. Nágrannaprestur hefur áliyrgð á kallinu eins og áður, messar þar, þeg- ar liann fær því við komið, og vinnur prestsverk. En hin afskekkta sókn liefur nú fengið starfsniann, sem þar er búsettur, og hefur kirkjulegt umboð og vígslu til þess að flytja tíðir á kirkjunni, uppfræða liörn og ungmenni og vera söfnuðinuni til styrktar í trúarefnum. Hann er i þessu starfi sínu ábyrgur fyrir hinum þjónandi presti og undir umsjón hans. Mér þótti rétt að liann fengi vígslu til starfs síns í viðurvist safnaðar, prests og prófasts, og þá var eðlilegt að byggja á fornri, kirkjulegri erfð, sem víða er enn í gildi, m. a. í lúterskum kirkjum, og veita honum djáknavígslu. Hér er ekki um embætti að ræða í nútímanierkingu orðsins eða lagalcga skoðað og því ekki undir löggjöf að sækja, enda ekki gert ráð fyrir launum úr prestlaunasjóði. Að sjálfsögðu kynnti ég kirkjumála- ráðherra málið, áður en ég réði því til lykta. Einnig bar ég það undir Kirkjuráð og mun það veita dálítinn styrk til þessarar djáknaþjónustu af því fé, sem það hefur til umráða. Eg vona, að svo sé um þetta nýmæli búið, að engum þurfi að þykja það uggvænlegt á nokkurn veg. Erindisbréf það, sem ég liefi gefið hin- um nýja djákna, tel ég rétt að liirta hér í Kirkjuritinu, svo að mönnutn megi nú og eftirleiðis vera ljóst, hvernig staða lians er mörkuð. Gæti það og orðið til hliðsjónar síðar, ef tilefni gæfist til. Vert er að geta þess, að Einar Einarsson er mjög vel gefinn maður, fjölhæfur, athugull og minnugur. Hann liefur stundað nám í Samvinnu- skólanum og verið á lýðháskólum í Danmörku og Svíþjóð. Hann er full- fær í Norðurlandamálum og allvel að sér í þýzku. Hann er víðlesinn og fjölfróður, vel heima í Ritningunni og hefur góða þekkingu á trúar- leguni efnum. Hann dvaldist hér í Reykjavík síðari liluta vetrar í ár, sótti tíma í Guðfræðideild vormisserið og lagði sig mjög fram að húa sig undir starf sitt. Ég þakka kennurum Guðfræðideildar góðar og ljúfmann- legar leiðheiningar, sem hann hlaut þar. Það má vera honuiii styrkur og mér líka, að allir, sem við þetta mál hafa komið á einhvern hátt, hafa sýnt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.