Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 229 í sínu starfi að vekja guðsröddina í brjóstum þeirra, sem liann hefur afskipti af og gera anda guðslaga virkan í sálum þeirra. Starf lians er fyrst og fremst leiðbeiningar- og lijálparstarf. Hins vegar er það almenn skoðun, að lögregluþjónar séu fram- hleypnir og skipti sér af því, sem þeim komi ekki við og séu jafnvel ruddalegir. Um heildina er þetta misskilningur — und- antekningar ræði ég ekki — lögregluþjónninn reynir að hafa bætandi áhrif á þá, sem hann hefur afskipti af. Öllum er ljóst, að það eru mörg vandamál í sambandi við umferðina í bæjun- um og jafnvel á vegum úti. Það eru umferðalinútar, slys og fleira, sem eiga sér stað. Þetta eru vandamál, sem lögreglu- þjónninn reynir að leysa bæði með því að líta eftir að þeim öryggisreglum, sem settar hafa verið, sé hlýtt, greiða úr um- ferðatruflunum og veita aðra þá aðstoð, sem liann getur. Þótt settar reglur séu brotnar og lögregluþjónn verði þess var, þá er það ekki aðalkappsmál hans að koma fram sektum eða refs- *ngum, lieldur að komast í snertingu við innri mann liins seka, þannig að samvizka hans sjálfs vakni og vitundin um það, að þessar reglur og ráðstafanir eru ekki gerðar af fjandskap við hann, heldur til öryggis fvrir hann og aðra. Hefur presturinn ekki líka á hendi umferðastjórn? Er liann ekki að vísa veg- mn, þann veg, sem til lífsins liggur? Er það ekki gert til ör- yggis fyrir einstaklinginn og heildina, til þess að liann eða þeir glati ekki sínum andlegu verðmætum? Jú, og aftur jú. Hér er einnig sami andinn; ekki refsað þótt vikið sé af veg- mum, heldur reynt að vekja viljann til þess að fara réttan Veg og halda umferðareglurnar, þá fyrst, ef það tekst, er ár- angurs að vænta. Annar snar þáttur í starfi lögregluþjónsins er afskipti hans af ölvuðum mönnum og konum, sem af afleiðingum ölvunar valda óþægindum, hættum, eða hafa orðið olnbogabörn mann- h’fsins. Einnig liér er starf lögregluþjónsins hjálparstarf, bæði við þann sem lirasað hefur og liann eða liana, sem fyrir óþæg- mdunum verða. 1 þessu sambandi má einnig nefna sérstaklega afskipti lögregluþjónsins af unglingunum, sem eru í þann veg- mn að lenda á villigötum eða komnir á þær. Þetta eru vissu- lega mál, sem presturinn hefur afskipti af í sínu sálgæzlustarfi. Há er það nokkuð algengt, að lögregluþjónn þarf að tala á milli lijóna eða koma á sáttum manna á milli, ýmist í sam-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.