Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 12
KIRKJURITID 202 Svo óglöfíf;; er orðin markalínan á niilli þess, sem byggir upp og þess, sem eyð'ir. Og í ilag stendur heimurinn á öndinni, titrandi af ótta, andspænis þeim jörmunöflum, sem manns- andinn hefur leyst úr læðingi. Og þelta er vegna þess, að framámenn þjóðanna í vísindum og stjórnmálum liafa treyst um of á eigin hugvit og mátt og misst sjónar á sannleika og réttlæti, svo úr hefur orðið örvæntingarfullt stríð um völd og auðæfi. Vitur maður hefur sagt: „Þann dag, sem barátta mannsins snýst eingöngu um brauð og völd, glatar lífið sál sinni“. Aldrei liefur verið meiri þörf á samstilltum bænaranda en einmitt nú, þegar stærstu þjóðir heimsins standa tilhúnar til atlögu með hinum hryllilegustu vígvélum, sem mannsandinn hefur fundið upp. Aldrei hefur verið brýnni þörf fyrir hróð- urlegan kærleika til allra manna en nú. Menn kunna nú að segja, að vér Islendingar þurfum ekki að óttast hernaðarátök og þurfum ekki að biðja vegna þess, sérstaklega. Vonandi reynist það rétt. En oss ber að biðja fyrir heiminum, eins og hann er í (lag. „Ég er í skuld við alla menn“, segir Páll postuli. Oss ber skylda til að minnast hinna þjáðu úti um allan lieim og hiðja fyrir þeim. Allir, sem komnir eru að miðjum aldri, muna hina gömlu, íslenzku heimilisguðrækni, muna bænirnar, sem |»cir lærðu að biðja við móðurkné, muna signinguna, sem þeim var kennt að hafa um hönd hvern morgunn, muna kvöldbænina, sem þeir sofnuðu út frá á hverju kvöldi. Það var arfur, sem ekki eyddist, veganesti, sem entist alla ævi. Ég liika ekki við að fullyrða, að með því að leggja niður heimilisguðrækni hefur þjóðin glatað dýrmætari gimsteini en hún sjálf gerir sér grein fyrir. Og það er sannarlega kominn tími til að fara að leita að honum og finna liann. Segjum að vér verðum svo sem 5 mínútum á hverjum morgni til að biðja bæn og minnast fagn- aðarerindisins, og eins á kvöldin að bera fram þakkarbæn til Guðs fyrir góðan dag. Það fer mörg stundin fyrir minna, en það er regla, sem enginn mun sjá eftir að taka upp. Á seinustu árum hefur komið allmikil vakning fyrir bygg- ingu nýrra kirkna og endurbóta á gömlum kirkjum. Það er gleðileg staðreynd og er góðs viti. En þótt gott sé og sjálfsagt að byggja’sem flestar og fegurstar kirkjur, verðum vér þó að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.