Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 195 bví góiVan skilning. Um þátt hins þjónandi prests er þegar getiiV. Einnig her aiV þakka héraðsprófasti, séra Sigurði Stefánssyni, vígslubiskupi. Af- staða og álit prófasts hlýtur jafnan að vega þungt, þegar nýung er á döf- inni í umdæini lians, og geta valdið úrslitum. Vígslubiskup flutti hinum nýja djákna og Grímseyingum lilýjar heillaóskir á vígsludegi í nafni Prófastsdæmis og Hólastiftis. Fyrsta helgi í sumri var mikil hátíð' í þessari nyrztu sókn landsiirs. Vorþeyrinn kom eftir langan rysjukafla og hræddi fönnina af eynni. Hið klerklega föruneyti lenti í Grínisey á föstudagskvöld 21. apríl eftir dags siglingu frá Akureyri. Hrepptum við storm allmikinn og réttu stóra á siindinu, svo að hinn vörpulegi maður, sr. Ólafur Skúlason, sem slegizt hafði í liópinn frá Akureyri, varð um sinn viðskila við þyngdarlögmál- ið og hóf geimferð lieldur óvænlega, en komst óbrotinn og sansaður til jarðar aftur og innan horðs á Drang, það góða skip. Fleira gerðist voveif- lRgra hluta á þessari siglingu og tókum við því öllu sem heillamerkjum. Fn það sagði vígsluhiskup á eftir, að ekki liefði Guðmundur góði ófyr- 'rsynju vígt Grímseyjarsund. Grímseyingar veittu okkur gistingu og beina af mikilli alúð og rausn. Á laugardaginn hafði ég fund með sóknarnefnd °’ visiteraði kirkjuna. Ræddi ég við nefndina meðal annars um djákna- þjónustuna og fann þá enn betur en ég liafði áður getað gert mér ljóst, hvaða hug Grímseyingar hera til djákna síns. Viðtöl við safnaðármenn leiddu hið sama í ljós undantekningarlaust. A sunnudagsmorguninn var liarnaguÓsþjónusta. Sr. Pétur Sigurgeirsson stjórnaói henni og ræddi við börnin, en við liinir prestarnir þrír flutt- Um þeim ávörp — og sluppum með tæpan klukkutíma alls. Þá fór vígsl- an fram á venjulegum messutíma, kl. 2. Ég framkvæmdi hana, en vígslu- vottar voru sr. Sigurður vigslulíiskup og sr. Pétur, og þjónuðu þeir fyrir altari, nema ég lýsti hlessun í messulok. Vígsluhiskup prédikaði. Marg- *r voru til altaris. Að lokinni messu var samsæti í skólahúsinu í hoði kvenfélagsins ,,Baugsins“. Sr. Pétur stýrði hófinu. Margir tóku til máls °S var sungið á milli, en Grímseyingar eru söngmenn góðir. Kirkju- sóngurinn er prýðilegur. Ragnliildur Einarsdóttir, húsfreyja að Básum, nyrzta hæ á íslandi, er organleikari kirkjunnar og stjórnar söngnum. Um kvöldið kl. 9 var loks guðsþjónusta í kirkjunni. Hinn nývígði (ljákni las pistil frá altari og flutti stólræðu, en sr. Pétur annaðist altaris- bjónustu á eftir prédikun. Ræða Einars djákna birtist hér í ritinu. A miðnætti létum við gestirnir úr höfn og sigldum til lands, þakklátir U’rir góða dvöl í Grímsey. Sigurbjörn Einarsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.