Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 36
226 KIRKJURITIÐ • • Olmusan GAMALL, lirörlefíur betlari stöðvaði mig á götunni. Rennvot augun voru rauð og þrút- in, varirnar helbláar, óbirt sár á ýmsum stöðum, fötin lireint rægsni. Skelfilega bafði fá- tæktin leikið bann hart. Hann teygði nú blóðrisa og óhreina liendina í átt til mín, það lá við að bann æpti á bjálp. Ég grúskaði í öllum vösum. Ég bafði enga pen- inga, ekkert úr, ekki einu sinni svo mikið sem vasaklút á mér. Betlarinn dokaði stöðugt við og liönd lians skalf og hristist. Utan við mig og í fáti, greip ég þessa óhreinu og titrandi liönd og þrýsti bana lijartan- lega. „Þú mátt ekki áfellast mig, bróSir minn. En ég á ekkert til að gefa þér, bróðir“. Betlarinn fessti á mér blóðblaupin augun, það leið bros um blásvartar varirnar — og svo þrýsti hann sjálfur kalda fingur mína á móti. „Það skiptir engu máli, bróðir“, muldraði liann. „Ég þakka þér samt fyrir þetta, bróðir. — Þetta er líka ölmusa“. Og þá skildi ég að þessi bróðir minn bafði gef- ið mér ölmusu. TURGENJEV

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.