Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 207 legur tími 45 mínútur, og skyldi |)ó oft skipt um efni og mik- ið af söng. Hafið allt undirbúið fyrirfram, svo að aldrei verði neitt liik eða töf og látið ekkert viðfangsefnið valda leiða og eftirtektar- leysi. Allt efnið skal miðast við liugarheim og þroska þeirra, sem á hlýða. Predikun í barnaguðsþ jónustu er afar varliuga- verð nema í samtalsformi. Og sé flutt raunveruleg predikun íetti bún ekki að vera lengri en í fimrn til sjö mínútur. Hins vegar mega sögur taka lengri tíma, en þó með söng á milli at- t'iða. Bezt er að flétta boðskapinn sem mest í sögur, sem eru frá því áhugasviði og reynslusvæði, sem stendur bömunum nærri. Atburðir úr þeirra eigin umhverfi og lífsreynslu, geta verið mikilsverðar dæmisögur fyrir þau, en varast ber samt að það verði of persónulegt eða einstaklingsbundið nema sér- staklega standi á. Betra að velja þá sögu, sem snertir bið sama. Barnafræðari í kristnum boðskap þarf að ciga safn af smá- sögum við barna hæfi í bókum og huga. Og vel skal þess einnig gætt að eyðileggja ekki ábrif sögu eða frásagnar með löngum og óljósum útleggingum og vangaveltum. En bitt er jafn nauð- synlegt að segja örfá orð, kanske eina setningu á undan eða eftir frásögninni til að undirstrika aðalatriði og koma lienni í samband við aðalumræðuefni dagsins. Veljið orð og ritningarkafla, sem ekki eru alltof torskilin °g fjarlæg, þegar lesið er úr Ritningunni fyrir börnin. Og umfram allt kennið þeim að þekkja Jesúm sem bezta bróður- inn, án allra guðfræðilegra bollalegginga og helgislepju. Og ska] þó ekkert sagt neinum til ámælis, því öll viðleitni er virðingarverð. Allt, sem sagt er og sungið, þarf að vera einfalt og látlaust °g á máli, sem börnin skilja. En samt verður að gæta þess á l'inn veginn, að málið sé ekki of einfalt og flatt, væmið eða sineðjulegt. Það má livorki vera „Litla-gulu-hænumál“ eða viðkvæmnismærð í stíl við „Herópið“ eða „Barnablaðið“, svo að einbver dæmi séu nefnd. Og eru þó oft góðar greinar og sögur í þessum blöðum, ef skipt er ofurlítið um búning og flutning. Samt er það ekki formið og málið, sem mestum vanda veld- Ur, beldur verður það að segjast svo sem er, að orð og bugtcik Biblíugreina og trúfræði eiga oft lítið bergmál og enn minni

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.