Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 199 eðli ein og liin sama, j)ótt hlutverkum sé skipt, livort sem mað- ur er biskup, prestur eð'a djákni. Þeir eru allir frá teknir til l>ess að minna söfnuð Drottins á það hlutverk, sem lionum er í heild á hendur falið. Þeirra þjónusta er sú að efla hjörð Jesú til þjónustu við ríki lians á jörð. Til jjcssa ert þú, vinur minn og bróðir, vígður nú í dag. Mismunur er á framkvæmdum, en Guð hinn sami. Sú framkvæmd, sem hér er til stofnað nú, er nýlunda í voru landi. Djáknastaðan á J)ó fornar rætur og stend- ur á frumkristnum grunni. Postular Drottins skipuðu fyrstu (ljáknana, síðan var þetta föst staða í kirkjunni lengstum og er enn í kristninni víðsvegar, þótt starfssvið sé ekki með einu móti alls staðar. Djáknarnir fyrstu voru önnur hönd postul- anna, þeir liafa síðan jafnan verið aðstoðarmenn prestanna í safnaðarstarfi, með misjafnlega afmörkuðum verkahring. Eg vil votta það hér, að mér er })að sönn og einlæg gleði að niega framkvæma þá athöfn, sem liér fer fram í dag. Ég ])akka Guði þá giptu, livernig allt hefur lagzt á eitt um það, að slíkt spor varð stigið liér og á ég þar við frumkvæði og forgöngu hins þjónandi prests, skilning og áhuga safnaðarins og þann niann, sem í hoði var. Það er bæn mín og trú, að af þessu spretti ríkuleg blessun, og mætti svo fara, að kirkja lands vors öll nyti af mikils góðs. Ég veit það, vinur minn og bróðir, sem vígjast átt til helgr- ar þjónustu, að þér er ljós sá vandi, sem fylgir vegsemd þjóns- ms, því heldur sem s|)or þín á þessum vegi hljóta að verða örlagarík um j)að, hvernig sú nýbrevtni, sem hér er til stofn- að, verður metin í samtíð og framtíð og hvað af henni kann að leiða. Ég veit hver er bæn þín og hún er studd af mörg- um. Og við söfnuðinn vil ég segja þetta: Þér liafið beðið um 'ljákna. Ég trúi ])ví að Guð hafi verið í verki með yður. Og nú hið éfi yður og hrýni alvarlega fyrir yður að taka við þessum þjóni og meta liann sem erindreka Krists á meðal yðar, standa einhuga með honum í því að styrkja helgihald og trúarlíf í söfnuðinum, láta liann finna það, að hann er í liópi bræðra °g systra, sem lilíta fúslega leiðsögn lians, gefa gaum að boð- skap hans, auðsýna honum tiltrú, virðingu og kærleika og l)iðja fyrir lionum. Drottinn Guð, sem öllu góðu kemur til leiðar í öllum, styrki vður til þessa með náðargjöf anda síns. Amen.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.