Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 18
KIRKJURITIÐ 208 skilning lijá þeim börnum, sem talað er við. Um slíkt er sjald- an eða aldrei talað á heimilum, og yfirleitt á vegum barnanna, svo að stafróf þessara fræða er blátt áfram alveg framandi í eyrum þeirra. Það er því stundum ótrúlega lítið, sem barnið skilur í því, sem sagt er í sunnudagaskólanum eða á barnasam- komunni, ef ekki er vel að gætt. Og sjaldan eiga orð skálds- ins um það að „aðgát skal böfð í nærveru sálar“ brýnna erindi, en einmitt í boðskap kirkjunnar til barnanna, sem þó koma full af tilblökkun og eftirvæntingu. Yekjið þannig bjá þeim löngun til að lifa líkt og Kristur. Og eitt enn, tönnlist ekki of mikið á nafni hans og gjörið liann ekki of fjarlægan bugarbeimi og starfssviði barnsins. Öll of- mötun vekur óbeit. Þar má einmitt gæta sín á hinum gullna meðalvegi. Og bezta fólki liættir til að koma nafni Jesú æ og alls staðar að. En stundum verkar það betur óbeint en beint, minnsta kosti fyrir börnin. Jafnvel með frásögn úr fornsög- um og þjóðsögum er hægt að flytja boðskap Krists. Það má ekki gleymast. Og vegir lians til bjartans eru órannsakanleg- ir, ef bugur fylgir máli og bjartað skerst ekki úr leik í starfinu. Nú er þátttaka ýmissa einstaklinga í söfnuðum að aukast við æskulýðsstarf og barnasamkomur. Og það er auðvitað æski- leg þróun. Prestar komast ekki yfir allt, sem gera þarf. Og að sjálfsögðu er liæfni þeirra á þessu sviði misjöfn og undirbún- ingurinn oft alltof lítill. Væri því ekki mikils vert, að kirkjan eða æskulýðsnefnd bennar og æskulýðsleiðtogi gengist fyrir fræðslu um þessi málefni? Jafnvel smánámskeið fyrir bæði presta og leikmenn gæti bætt mikið úr og gefið mörgum heppilegri tök og betri yfirsýn gagnvart þessu þýðingarmikla viðfangsefni. Nú er líka orðið svo mikið um tæki og myndir, sýningarvélar og ný- tízkuaðferðir, sem rétt er að reyna að taka með í starfinu. Allt þetta þarf að kynna og beita réttum ráðum og tökum, ef vel á að fara. Þetta væri einnig spor í rétta átt, sem sýndi aukinn áhuga á safnaðarstörfum nútímans í kirkjunni. Og sannarlega ber að lilúa að allri viðleytni, sem stefnir til aukins skilnings og meiri útbreiðslu á fagnaðarboðskap Krists. Fátt er kynslóð bverri meiri hamingjugjafi en sú mynd Drottins, sem tekst að móta í vitund og björtu barna og æskulýðs.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.