Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 26
Sumarið SlJMARlÐ er komið. Enn einu sinni hefur ljósið unnið sig- ur yfir myrkrinu, lífið sigrar dauðann. Enn einu sinni fáum við að líta þá upprisu lífsins, sem ávallt fyllir sál vora fögnuði, gleðinni yfir kraftaverkum skaparans. Það er í eftirvæntingu vordaganna, sem vér þreyjum þorr- ann og góuna, alla liina myrku og þungu nótt skammdegisins. Ef vér ekki væntum aftur ljóssins og langdegisins, livernig mættum vér þá aftur liorfast í augu við framtíðina, livaða von eða gleði væri þá möguleg? En nú vitum vér að lögmál náttúrunnar eru óbrigðul, þó að á ýmsu gangi með veðurfarið. Vér vitum að öllu myrkri linn- ir, öll él styttir upp, aftur kemur sumarið méð fleytifullan bikar livers kyns gæða, þó að dauðans hönd leggist yfir í bili. Undir klakanum brumar ungt og nýtt líf. Náttúran var aðeins að kasta ellibelgnum. Hvílíkur stórkostlegur trúarlærdómur, ef vér aðeins höfum augu til að sjá og evru til að hevra! Hvílík ástæða til bjart- sýni! Hvarvetna gihlir þetta sama lögmál um alla tilveruna. LyftiS upp höfSum ySar 1 ævafornum texta Lúkasarguðspjalls (Lúk. 21, 20—33), sem tekinn er úr einni af þeim ræðum, sem fjalla um kom- andi tíma, er talað um margs konar þrenging, sem dynja muni yfir heimsbyggðina. Meðal þjóðanna mun verða ang- ist og ráðaleysi, og menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða yfir þeirn atburðum, sem verða munn. En skyndilega kemur svo annar tónn í boðskapinn. Við lærisveina sína seg- ir Jesús: Þegar allt þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.