Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 48
KIRKJURITIÐ 238 Séra Jakob Jónsson, sem tók licentiatpróf í Luntli í vetur, mun vcrja (loktorsritgerð þar við háskólann í liaust. Séra Jón Kr. ísfeld prófastur, liefur fengið lausn frá embætti á Bíldu- dal en verið settur prestur í Æsustaðaprestakalli frá 1. júní n.k. Hann mun líka veita sumarbúðunum á Löngumýri forstöðu i sumar. Séra Rögnvaldur Finnl>ogason liefur sagt Mosfelli lausu frá 1. júní n.k. Séra Halldór Kolbeins í Vestmannaeyjum befur sagt af sér prestsskap og verður nýr prestur kosinn þar á næstunni. Séra Ingvar SigurSsson á Desjarmýri befur sagt af sér prests- og prófasts- störfum. Hann er nú 74 ára. Séra Bergur Björnsson prófastur í Stafholti Iieftir sagt af sér prestsskap frá 1. okt. n.k. að telja. Séra Gísli Srynjólfsson befur dvalið í Noregi í vetur og um skeið þjón- að prestsembætti í átthögum Ingólfs Arnarsonar. / janúar og febrúar s.l. voru baldnar æskulýðssamkomur í Utskála-, Keflavíkur-, Grindavíkur- og Innri-Njarðvíkurkirkjum. Var þar mikill söngur og ýmsir ræðumenn. Voru þessar samkomur haldnar þrjú kvöld í röð og aðsókn fráliærlega góð og fór ætíð vaxandi. A daginn heimsótti æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar og sóknarprestur liarna- og framhalds- skólana á bverjum stað, ræddu við nemendur og könnuðu viðborf þeirra til kirkju og kristni. A öllum þessum stöðum var mikill áhugi meðal ung- mennanna um stofnun æskulýðsfélaga, eða deilda innan safnaðanna. Dagana 2H. febrúar til 5. marz var baldin kirkjuvika á Patreksfirði. Ræðu- menn voru Steingrímur Gíslason, verzlunarmaður, sem talaði um bænina; Jón Þ. Eggertsson, skólastjóri ræddi um kristindómsfræðslu í skóluin; séra Grímur Grímsson, Sauðlauksdal, fllitti erindi um Pál postula og lækninn Lúkas og sóknarprestur fræddi um Bibliuútgáfu á íslandi. Kirkju- kórinn söng nokkur lög á bverju kvöldi undir stjórn Jóns Björnssonar, sem ennfremur lék einleik á orgel. Auk þess var svo almennur söngur og ritningarlestur og bverri samkomu lauk með sameiginlegri bæn. Að- sókn var mjög góð öll kvöldin. Kirkjuvikunni lauk svo með messu á Æskulýðsdaginn. Æskulýösfulllrúi ÞjóSkirkjunnar er nýkominu úr 3ja vikna ferðalagi um Norðurland. Heimsótti hann söfnuði og presta í Eyjafjarðar-, Suður- Þingeyjarsýslu- og Skagafjarðarprófastsdæmum. Hafði bann bvarvetna fundi með æskufólki og álmgasömum leikmönnum og ræddi um æsku- lýðsstarf kirkjunnar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.