Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 38
KIRKJURITIÐ 228 verki, livetur liins vegar gjaman með þessum orðum Krists: „Allt það, sem þér viljið, að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Ekkert er betri livatning til manna um að gera rétt en einmitt þetta. Hún gerir livort tveggja í senn, að nota sjálfsliyggjuna til bóta fyrir aðra og koma mönnum til að bugsa áður en þeir framkvæma. Því miður liafa fáir tileink- að sér þessa livatningu og þess vegna er svo margt að í sam- skiptum manna hverjum við aðra, og þess vegna liefur refsi- vöndur liinna veraldlegu laga, landslaga, verið reiddur til höggs yfir þeim, sem brotlegir gerast og sekir á einlivern hátt, og þá verður stundum ágreiningur á milli guðslaga og landslaga. Tilefni til þess, að ég minnist á þessa löngu gerðu samþykkt, er það, að ritstjóri Kirkjuritsins, séra Gumiar Árnason, fór þess ó leit við mig, að ég sem prestur og lögregluþjónn gerði grein fyrir skoðunum mínum á þessum störfum. Ég varð fús- lega við þessari málaleitan, ekki sízt vegna þess, að ég hefi einmitt verið að því spurður, hvort það væru ekki algerlega andstæð störf, löggæzla og prestsþjónusta, jafnvel ósæmandi presti að gerast lögregluþjónn. Með ldiðsjón af þessari spurningu mun ég lýsa skoðununi mínum á þessum störfum, draga fram það lielzta, sem er sam- eiginlegt með þeim og sýna að stefnt er þar að verulegu leyti að sama marki. Þær kröfur, sem gerðar eru til starfsmanna í þessum stöðum, eru í helztu atriðum þessar: Að maðurinn sé einarður, ákveð- inn en kurteis, réttsýnn, fórnfús og lipur, heiðarlegur, triir og liafi umfram allt góða sjálfsstjórn. Hinn sterki sameiginlegi þráður í þessum störfum, er ein- mitt þessi andi þeirrar samþykktar, er ég gat um í upphafi: Þar sem guðslög og landslög greinir á, þá skulu guðslög ráða. Þegar presturinn er að gegna störfum sínum, livort sem þau eru kennslustörf, sálgæzlustörf eða önnur prestsstörf, þá verð- ur hann oft var við, að hugarfar manna og breytni er ekki eins og Kristur kennir oss að það eigi að vera, og margt má jafnvel benda á ókristilegt í fari margra; þó dettur prestinum ckki í liug að dæma manninn, né telja liann óhæfan í trúfélaginu- Presturinn veit að starf lians er að reyna að hafa áhrif á menn- ina til góðs, gera anda guðslaga virkan í einstaklingnum og lieildinni. Þannig er einnig með lögregluþjóninn. Hann reynn'

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.