Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 215 kristindóm en þetta, þá er nú trúvamartími og hverjum skylt að vera búinn til sóknar og varnar, sem vill að allir kynnist Kristi og boðum bans sem bezt. Og þá er það nauðsyn að Kirkjuritið komist belzt inn á livert einasta beimili, því að það er hlutverk þess að tala eins vel og því er unnt máli kristindómsins. 1 sannfæring þess, að það sé líka til mestra þjóðþrifa. Gunnar Árnason. Guð faðir lét ljós sitt í glugga Guð faðir lét Ijós sitt í glugga, að lýsa í náttmyrkum geim. Það Ijómar í barnslegu brosi og biður: Ó, komið nú heim! Guð faðir lét Ijós sitt í glugga, það logar, er stórviðrin hvín og bendir þeim breyzku og villtu á brautina heim til sín. Guð faðir lét Ijós sitt i glugga, það Ijómar, þótt tœp gjörist slóð, og bendir á brúna, sem Jesús oss byggði’ yfir dauðans flóð. Guð faðir lét Ijós sitt í glugga, Ef leiðina réttu þú sérð, þá mcetir þér ástríkur engill, svo eflaust mun heppnast þín ferð. Guð faðir lét Ijós sitt í glugga, Hann lokar ei hurð fyrir þeim, sem stefna á bjarmann hans bjarta, cn býður þá velkomna heim. Guð faðir lét Ijós sitt í glugga, það Ijós er hans heilaga orð, sem frelsar af náð fyrir trúna, og frið býður syndugri storð. Vilh. Gregesen (Lausl. þýtt. V. Sn.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.