Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 10
Ræða Einars Einarssonar, djákna, í Mi&gar&akirkju 23. apríl 1961 Ég vil biðja með anda, en ég vil einnig biðja nieð skilningi. Ég vil lofsyngja með anda, en ég vil einnig lofsyngja með skilningi. — 1. Kor. 14, 15—16. Oefað er bcenin eitthvert elzta hjálpartæki mannsandans til að tjá óskir sínar, þarfir og þrár fyrir þeim, sem hann veit styrkan og líklegan til hjálpar í livers konar vanda og erf- iðleikum, sem að liöndum ber. Ekki höfum vér fyrri spurnir af hinum fyrstu mönnum en að þeir liafa þekkt bænina í einhverri mynd. Mennirnir hafa fljótt orðið þess áskynja, að þeir voru lítils megnugir án hjálpar. Þeir ráku sig á, að margt var það, sem þeir réðu ekki við, t. d. dauðinn, veðurfarið, gang- ur himintunglanna og fleira. Og ef til vill liefur hið mikla ljós himinsins vísað þeim bezt veginn til liæða. Þannig er sögnin um Þorkel mána, að hann lét bera sig út í sólskinið á dánar- dægri, því liann sagði, að sá mundi mikill, er sólina hefði skapað og fól sig lionum. Mennirnir skildu, að til var máttur, sem megnaði meira en þeir og þeir sneru sér til hans — í bœn. Og mennirnir fengu svar. Þeir fengu sendan kraft og lijálp í raunum. Og þeir fengu opinberun. Drottinn opinberaði sig meðal mannanna. Og þeir trúðu á hann, því þeir fundu að hann var sterkari en allt, sem þeir þekktu og að bjargráð lians brugðust ekki. Mestu menn hverrar samtíðar gengu á undan í bænrækni. Þannig segir í 1. bók Móse, að Isak liafi gengið út að áliðnum degi til að gjöra bæn sína úti á mörk- inni. (1. Mós. 24, 63). Og Davíð segir: „Drottinn liefur heyrt grátbeiðni mína. Drottinn tekur á móti bæn minni“, og ,,Þá er ég hrójja til Drottins, svarar hann mér frá sínu lieilaga fjalli“. (Sálm. 3, 5). Jesús Kristur lagði ríka áherzlu á bænina. „VakiS og biöjiS, svo þér falliS ekki í freistni!“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.