Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ 233 nú virðist liafa ráðið mestu lijá íslenzku þjóðinni í þessuni niálum um áratuga skeið kom skýrt fram í því, þegar Polýfon- kórinn flutti lielgitónleika sína í kaþólsku kirkjunni nú í vor. Fyrir nokkrum árum, að ekki sé sagt öldum, hefði slíkt verið óhugsandi. Engin kaþólsk kirkja hefði leyft slíkt innan sinna veggja og enginn söngflokkur mótmælendakirkju hefði farið þess á leit, ef til vill ekki talið það sæma. Þarna á auðvitað kaþólski söfnuðurinn og ráðamenn lians hér sérstaka virð- ingu skilið. En mundi slíkt frjálslyndi, sem í því birtist, að staðsetja lútherskan söngflokk í kór kaþólskrar kirkju, vera kugsanlegt nema liér á Islandi, jafnvel nú á dögum? Mér dett- ur þar í liug, til samanburðar, anglikanski prelátinn hér um árið, sem við biskupsvígslu í Dómkirkjunni, ekki gat meðtekið altarissakramentið með íslenzkum stéttarbræðrum sínum. Hann hikaði ekki við að hneyksla þannig lieila þjóð við altari Guðs i hennar virðingarmestu kirkju, aðeins fyrir trúarlega þröng- sýni sína og kirkju sinnar. Slík var hans guðsþjónusta þann daginn. Óskiljanlegt okkur Islendingum, sem betur fer. Þó er ekki fyrir það að synja, að einkum á alveg seinustu árunum virðist bera meira á skorli umburðarlyndis í trúmál- uni hérlendis en áður var. Og sömuleiðis verður ofstækis meira vart, ekki sízt í garð hinna frjálslyndari presta. Er þá ekki liikað við að telja þá útsendara hins illa. Og eru þar svo að segja tekin upp orðrétt ummæli Fariseanna um meistarann forðum, svo að ættarmótið við þá kemur skýrt í ljós. Eins lief- ur borið á allmiklum skorti á umburðarlyndi í blaðaskrifum, °g afturhaldi gagnvart messugjörðum og sálmasöng. Ekki skal Firt um að nefna dæmi, en vel má gæta sín að stíga aldrei spor aftur á bak í þróun trúarlegra verðmæta, og helzt má ekki skerða þ ann kraft og anda umburðarlyndis, sem hér lief- Ur ríkt, ekki sízt þegar liinir beztu menn með Alkirkjuráðið 1 hroddi fylkingar stefna að útbreiðslu þess og eflingu, sem kefur verið íslenzku kirkjunni eiginlegt um langan aldur. Um- burðarlyndið hefur verið liennar skartklæði, og þannig þarf það að verða áfram, þótt bæta þurfi galla og saumsprettur, svo að betur fari. Það er samt ekki sízt í skólum og fermingarundirbúningi, se,n gæta verður umburðarlyndis í trúmálum. Það er uppeldis- ^eg nauðsyn. Það er bæði hægt að fjötra ungar sálir í þær viðj-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.