Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 29
KIRKJURITIO 219 Vissulega stefndi hinn mikli höfuðsmiður luerra og liefur ætlað mannkyninu vegsamlegra Iilutverk en að vera aðeins æðsta skepna jarðarinnar, grimmasta og glæsilegasta dýrið. Hann liefur ætlað mönnunum að vaxa upp í ríki andans og verða guðsböm, þar seln ánauð forgengileikans nær þeim ekki framar. Guðsmyndin var gefin mönnunum í öndverðu, eilífðin var lögð þeim í brjóst, eins og blómið hulið í fræinu. En vet- urinn er stundum langur og myrkur, og sumarið lætur sín lengi híða. Endurlausnin Allt þetta var Páli postula ljóst: Öll skepnan stynur, segir hann, í ánauð forgengileikans og bíður eftir sonarkosningunni, endurlausn líkama síns. Þessi endurlausn þarf vitanlega ekki að vera bundin við dauðann, eins og sumir hafa viljað skilja orðin. Endurlausn á sér stað, þegar mennirnir verða gansýrð- ir af anda Jesú Ivrists. Þá hefst nýtt líf, þá kemur sumarið. En þegar vér nú lítum í kring um oss í veröldinni og sjáum ekki annað en viðsjár milli þjóða, valda-refskák og æðislegt hervæðingarkapplilaup, með hverju móti getum vér þá verið kjartsýn, hvernig getum vér þá trúað á endurlausnarstundina Aðeins með einu móti og því sama, sem lærisveinar frum- kristninnar gerðu það. Vér verðum að trúa á endurkomu Drott- ms! Einungis þannig verður ríkið stofnað, svo að það geti staðizt um aldur og ævi. Endurkoman En þetta þýðir, að nýr skilningur verður að vakna, ný menn- ing að fæðast, sem trúir á guðlega hluti engu síður en jarð- neska. Aftur verða þjóðirnar að fara að trúa á hann, sem send- ur var á jörðina til lijálpræðis og frelsis, ef þær vilja lífi halda. Ef vér liættum að líta eingöngu í kring um oss eftir meiri og stórfenglegri vélum, eins og nú hefur verið gert um hríð, og skiljum, að umfram allt er oss þörf á að líta upp, liorfa til þess, sem guðdómlegt er, horfa á mannkynsfrelsarann, fyrirmyndina ntiklu og eilífu, opinberun Guðs á jörðinni, þá er von til að endurlausnin komu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.