Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 22
212 KIRKJURITIÐ trúarlegu tilliti. Þess vegna er kirkjulífiS víðast livar í Evrópu eins og sinufláki. En ef lífið er ekki nema 70—80 ár og menn eru ekki nema röskan helming af því í fullu fjöri, er þá ekki hræðilegur mis- skilningur að eyða því að hálfu í nám, sem mörgum er til mik- ils erfiðis og oft til sárra leiðinda að einhverju leyti, og óvíst að komi nema sumum að nokkru gagni, þótt þeir ljúki því? Ætti ekki að gefa þeim lengri tíma og betri færi til að njóta lífsins á einfaldan og tiltölulega þægilegan liátt? Og hvernig verður þá varið að drepa menn, þótt það sé í þágu föðurlandsins og komandi kynslóða? Hvað getur j)á ver- ið ríkara lífskröfu einstaklingsins? Mér finnst óneitanlega feður vorir hafi hugsað rökréttar í Jjessum málum. Þeir gengu út frá að vér ættum að lifa ævar- andi eftir dauðann. Þess vegna skipti það ekki liöfuðmáli í j)eirra augum hve lengi var lifað liér. Ef vel var lifað þá var nóg lifað. Og })eirra fræðsla heindist J)ar af leiðandi framar öllu í j)á átt að vekja hjá J)eim ungu löngun til að afla sér verðmæta, seni hvorki mölur né ryð fengi grandað. Að vera góðir og dyggðug- ir. Enda reynd J)eirra og vissa sú, að guðsmaðurinn væri líka — ef liann væri })að með sannindum — bezti þegninn, livaða stöðu sem hann gegndi. Ef svo er líka, að vér eigum nóg líf fyrir höndum, er ekkerl um J)að að sakast, þótt vér stundum langt nám og deyjum jafn- vel frá J)ví. Þá getum vér sennilega notið þess samt með ein- hverjum hætti. Og þá er að vísu ekki lieldur unnt að verja stríð né afsaka aftökur, en sá drepni á þó sína uppreisn í vændum og vegandinn einnig sína uppskeru. Ég er nú svo gamaldags, að ég hallast eindregið að þessuin skoðunum. Hvernig á aff svara spurningum barnanna? I septemberhefti Kirke og Kultur 1960 er skemmtileg grein um hvernig eigi að svara börnum, er þau spyrja um trúarleg efni. Prestur og lærð kona segja álit sitl á þessu. Eins og alHr vita, spyrja börn oft margs og geta komið foreldrum sínuni og öðrum í bobba. Stundum vita þeir fullorðnu l)látt áfram

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.