Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 33
Séra Sigurður Ólafsson Fáein minningarorð HlNN 21. marz andaSist séra Siguröur Ólafsson í sjúkrahúsi 1 Winnipeg. Hafði heilsu hans farið hnignandi síðustu nián- uðina, og var liann fluttur af heimili sínu þar í bæ fáum dög- um áður en hann lézt. Hann var fæddur að Ytra-Hóli í Landeyjum 14. ágúst 1883 °g ólst upp með foreldrum sínum, er bjuggu þar. Var liann elztur í stórum systkinaflokki og þurfti snemma að fara að vinna heimilinu. Hjá lionum vaknaði mjög ungum þrá til þess að „ganga menntaveginn“, en efni voru engin til þess. Hann tók þá að vinna utan heimilis og stunda sjó í von um það að geta kostað sig sjálfur til náms. En allur stvrkur frá öðrum brást lionum. Réðst hann því vestur um haf, vart tví- tugur að aldri. Tók hann að vinna þar af frábæruin dugnaði °g brauzt til náms. Lauk liann guðfræðiprófi 1914. Næsta ár, 14. fehrúar, tók liann prestsvígslu. Hann gekk þegar í þjónustu Kirkju- félags Islendinga í Vesturheimi, og hélzt svo alla ævi lians. Nokkur fyrstu árin var hann heimatrúboðs- prestur þess á Kyrrahafsströndinni og átli þá heima í Blaine. Síðar varð hann prestur í Blaine-prestakalli. Hann þjónaði Gimli-prestakalli 1921 til 1929, Árborg-Riverton 1929—1940 og loks Selkirk 1940—1957, en þá lét hann af embætti. Hann var mjög skyldurækinn prest- ur og vinsæll af söfnuðum sínum. Hann lét sér ekkert mannlegt óvið-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.