Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 33

Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 33
Séra Sigurður Ólafsson Fáein minningarorð HlNN 21. marz andaSist séra Siguröur Ólafsson í sjúkrahúsi 1 Winnipeg. Hafði heilsu hans farið hnignandi síðustu nián- uðina, og var liann fluttur af heimili sínu þar í bæ fáum dög- um áður en hann lézt. Hann var fæddur að Ytra-Hóli í Landeyjum 14. ágúst 1883 °g ólst upp með foreldrum sínum, er bjuggu þar. Var liann elztur í stórum systkinaflokki og þurfti snemma að fara að vinna heimilinu. Hjá lionum vaknaði mjög ungum þrá til þess að „ganga menntaveginn“, en efni voru engin til þess. Hann tók þá að vinna utan heimilis og stunda sjó í von um það að geta kostað sig sjálfur til náms. En allur stvrkur frá öðrum brást lionum. Réðst hann því vestur um haf, vart tví- tugur að aldri. Tók hann að vinna þar af frábæruin dugnaði °g brauzt til náms. Lauk liann guðfræðiprófi 1914. Næsta ár, 14. fehrúar, tók liann prestsvígslu. Hann gekk þegar í þjónustu Kirkju- félags Islendinga í Vesturheimi, og hélzt svo alla ævi lians. Nokkur fyrstu árin var hann heimatrúboðs- prestur þess á Kyrrahafsströndinni og átli þá heima í Blaine. Síðar varð hann prestur í Blaine-prestakalli. Hann þjónaði Gimli-prestakalli 1921 til 1929, Árborg-Riverton 1929—1940 og loks Selkirk 1940—1957, en þá lét hann af embætti. Hann var mjög skyldurækinn prest- ur og vinsæll af söfnuðum sínum. Hann lét sér ekkert mannlegt óvið-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.