Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 44
234 KIRKJURITIÐ ar, sem gera þær ófrjálsar ævilangt, og villa þeim sýn gagn- varl helgum réttindum annarra manna og tilliti til þeirra líkt og enska klerkinum í Dómkirkjunni. Þar verður því fyrst og fremst að kenna og efla virðingu barna og unglinga fyrir skoðunum, tilfinningum og helgisið- um annarra, þótt þær samrýmist ekki okkar venjum og séu framandi og jafnvel ógeðfelldar. Framar ber að hlýða Guði en mönnum og Guð er Drottinn friðar og samræmis en ekki ófriðar og sundrungar. Barnið og unglingurinn þarf að kunna glögg skil á umbúðum og kjarna. Ef umbúðirnar um kærleik- ann eru lítilsvirðing eða fyrirlitning ber umsvifalaust að bafna þeim. Síi andakt og lotning, sem fram kemur í framandlegum belgisiðum er meira virði en atböfn sú eða látbragð, sem þeim er samfara. Slíkur skilningur er sérstaklega nauðsynlegur nú á dögum hinna löngu og tíðu ferðalaga um framandi lönd með- al alls konar þjóða, sem bver hefur sína aðferð við guðsdýrk- ef svo má að orði komast. Ennfremur verður að innræta þann skilning, að trúarbrögð og helgisiðir eru beilög sérréttindi einstaklingsins, unz bann sjálfur finur bvöt til breytinga. Þótt ólík séu klæðin er líkam- inn binn sami. Þótt bið ytra sé ólíkt er Kristur binn sami, sé anda bans gætt í kærleika og krafti. Og fátt er anda bans fjær en sundrung og ofstæki, sem oft leiðir af sér liatur og óvild, deilur og alls konar böl og ofsóknir. Það er óbjákvæmilegt að kenna um hinar ýmsu leiðir kirkjudeilda og trúflokka, en það má ekki gera það með hroka og gagnrýni gagnvart öllu og öllum, sem ekki eru á sömu línu í trúmálum. Það eflir þröngsýni og smásálarskap, þennan Farisealiátt, sem sagði: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn“. Hvarvetna skal leitast við að finna einingu í margbreytni. Og alltaf skyldi í huga böfð orð meistarans: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“. Og sannfæring trúar- innar þarf alltaf kristilegt umburðarlyndi í ágreiningi gagn- vart þeim, sem fundið liafa aðrar leiðir. Það má aldrei líta á ])á sem andstæðinga eða óvini eða þá tilefni til umvöndunar og afturlivarfs, þar sem áberzla er lögð á að snúa þeim á sitt mál. Þeir eru fyrst og fremst manneskjur, sem liafa rétt til sinnar sannfæringar og bana ber að virða. Geti kristilegt uppeldi eflt slíkan anda meðal yngri kynslóð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.