Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 213 ekkert liverju þeir eiga a3 svara, stundum finnst þeim ekki rétt að segja börnunum að þeir viti ekki neitt með vissu í mál- inu, stundum vilja þeir leyna barnið sannindum af hinum °g þessum ástæðum. Ég liygg réttast, eins og er niðurstaðan í nefndri grein, að segja börnum það, sem maður veit bezt og kýs belzt að trúa. Hvort heldur er um Guð eða veröldina, þau sjálf eða samskipti mannanna. Jafnt á sviði vísinda, sem í trú- ar- og siðferðisefnum. En vitanlega er ekki sama livernig það er sagt. Og verið getur að þörf sé að segja þeini, að liitt og þetta sé þeini enn ofvaxið að skilja. Þau verði að bíða með að fá skýrgreiningu á því unz þeim vex frekar vit og þroski. En nlls konar blekkingar eru skaðlegar. Börnin láta líka sjaldn- ast af þeim villast. Þau finna livað er ólieilt og ótraust. Foreldrarnir meta það að sjálfsögðu jafnan livað þeim finnst æskilegast að gefa börnum sínum í veganesti áður en þau leggja upp að lieiman. En ég get ekki varizt því að finnast, a''> börnin liafi mörg farið á mis við fræðslu um sumt, sem tal- befur verið um aldirnar „belgast og æðst“ og ekki vanin á ítð biðja eins og vert væri. Og er þó bænin það, sem flestir grípa til, þegar mest á reynir, eða þeim finnst þeir eiga allt í búfi. Og þrautaráðið til að friða eirðarlausa og angistarfulla sál. Svar Vinur minn, mikill merkisprestur, skrifaði mér ekki alls iyrir löngu m. a.: „Menn eru stundum að segja við mig, að Kirkjuritið sé svo leiðinlegt, að það sé ólesandi .... En bið spaugilegasta er, að ég er þess fullviss, að ýmsir, sem segja þetta, lesa aldrei Kirkjuritið. Þeir eru bara fullvissir um, að það hljóti að vera leiðinlegt“. Svo kynlega vildi til, að sama morguninn og mér barst bréf- ið rak ég augun í eftirfarandi auglýsingu í einu dagblaðanna, og var hún frá því vikuritinu, sem nú er einna útbreiddast: «Þau komu nú að búsinu og gengu frá bílnum og fóru inn. Þegar þau böfðu tekið af sér vfirbafnirnar, gekk Jakob að stofudyrunum og opnaði þær. Honum brá bastarlega, þegar kann leit inn, því að það var heldur óvenjuleg sjón, sem bon- um mætti: Sjö piltar og sjö stúlkur á aldrinum fjórtán til utján ára. Að minnsta kosti fjórar vínflöskur, flestar tómar,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.