Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 203 hafa þaði hugfast, að kirkjuhúsið er ekki kirkjan sjálf. Hin heilaga kirkja Jesú Krists er í hjörtum voruni. Þar á musteri hans að standa fyrst og fremst. Sé þar ekki grunnur lagður að slíkri byggingu, þýðir ekki að byggja kirkjuhús úr tré og steini. Tíniinn, sem verið er í kirkjunni, er minnstur liluti venjulegrar mannsævi. Þess vegna liggur á að sú helgún, sem oss hlotnast í Guðs lnisi, fylgi oss jafnt utan kirkju sem innan. En til þess að svo megi verða, þarf aðstoð bænarinnar að koma til. Sérliver dagur, sérhvert verk þarf að vera Guði lielg- að í bæn og þakkargjörð, hvort sem er í kirkju, lieimahúsum eða undir beru lofti. Sé svo gjört, mun musteri Drottins rísa í tign og glæsileik í hjörtum vorum og turnar þess hækka því meir, sem æviárum fjölgar. Gefi oss almáttugur Guð náð til þess í Jesú nafni. Amen. Djákfiinn í Grímsey

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.