Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 205 3. Djákni er í umboði sóknarprests ráðunautur sóknarnefndar og skal jafnan sitja fundi með henni, sé hann eigi nefndarmaður sjálfur. 4. Djákni skal með ráði prestsins uppfræða börn og ungmenni í kristn- um fræðum, hafa sunnudagaskóla, annast fermingarundirbúning undir umsjón prests og leitast við af öllu megni að hafa kristileg áhrif á æskulýð. 5. Djákni skal vera sóknarfólki bróðurlegur og alúðarríkur ráðgjafi í andlegum efnum. Honum ber að húsvitja og fylgjast þannig með trúar- iðkun heimilanna, heimilisbrag og kristilegu uppeldi barna og láta til sín taka um þessi efni til trúarlegrar vakningar og styrktar. Hann skal leitast við að styrkja sjúka og hughreysta sorgbitna og vera hverju sóknarbarni til liðsinnis eftir því sem færi gefst og kraftar hrökkva. Gefa skal hann sóknarpresti árlega skýrslu um öll störf sín. Þegar héraðsprófastur visiterar sóknina skal djákni vera viðstadd- ur og reiðubúinn, ásamt söfnuði, til þess að leysa úr þeim spurningum, sem prófastur kann fyrir að leggja og varða starfsemi djáknans og sambúð hans og safnaðar. 6. Djákna ber jafnan að hafa hugfast, að hann hefur tekizt á hendur hirðisstarf i kirkju Jesú Krists. Þess er því af honum krafizt, að hann leitist við að feta í fótspor hins mikla yfirhirðis, Drottins sjálfs, og beri honum vitni svo í dagfari sínu sem opinberri þjónustu. En hann á og tilkall til þess, að söfnuður sá, sem hefur við honum tekið, virði hann sem þjón Guðs á meðal sín, hlýði ráðum hans og leiðbeiningum, styrki hann með fyrirbæn og öllum drengskap í starfi hans og lífi. 7. Skyldur er diákni að hlíta boði biskups í hvívetna um allt það, er starfsemi hans varðar. Að svo fyrir mæltu bið ég söfnuði og djákna náðar og friðar frá Guði, föður vorum, og Drottni vorum Jesú Kristi. Þetta bréf mitt, sem lesið skal fyrir söfnuðinum, staðfesti ég með undirrituðu nafni og hjásettu embættisinnsigli. P. t. Miðgörðum í Grímsey, 23. apríl 1961. Sigurbjörn Einarsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.