Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 30
220 KIRKJURITIÐ En liinir fyrstu lærisveinar væntu endurkomu drottins á jörðina. Rættist sú von? Kristur er í raun op veru alltaf að koma til jarðarinnar í livert sinn og anda lians og kenningu er veitt viðtaka í sálum mannanna. Hér er það ekki duftið, lieldur andinn, sem máli skiptir. Því að maðurinn er ekki fyrst og fremst nokkur kíló af kjöti og beinum, heldur það sem liann hugsar og vill. Þetta sagði Jesús sjálfur, er hann stóð fyrir dómstóli æðstu prest- anna: „Upp frá þessu munuð þér sjá mannssoninn sitja til liægri handar máttarins og koma í skýjum liiminsins“. Koman til endurlausnar og dóms er ekki atburður, sem ein- livern tímann mun ske og einu sinni við endalok tímanna. Það er atburður, sem alltaf liefur verið að ske, frá því að Kristur dvaldi á jörðinni, og mun lialda áfram að gerast, þang- að til ríkið er að fullu stofnað, og andi hans verður allt í öllu. Fyrir dómstóli lians stöndum vér liverja stund í ófullkom- leika vorum. Og í hvert sinn, sem vér lyftum höfðuni vorum til lians í bæn um leiðsögn og hjálp til betra lífernis, kemur liann til móts við oss í skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Armleggur guðdómsins er stöðugt útréttur, hjálpræðið er oss boðið og veitt, livenær sem vér emm reiðubúnir að trúa á það og veita því viðtöku. Þetta er hinn mikli fagnaðarboð- skapur kristindómsins og hin furðulegustu sannindi tilverunn- ar. Trúin flytur fjöll. Hún gefur oss það, sem vér biðjum um. Hún gefur oss gæði jarðarinnar, ef vér biðjum um þau. Hún gefur oss líka liin æðstu gæði: líf og anda Guðs, ef vér förum fyrir alvöru að trúa á það og biðjum um það. Kristur kemur í skýjum himinsins, það er að segja: andi hans og vilji, til að stofna ríkið á jörðu, þegar mennirnir loks- ins skilja, að liann liafði orð liins eilífa lífs. Þegar þeir biðja af alhug: Kom þú, drottinn Jesús! Dómurinn Hvernig munum vér standanst í dóminum, eru hugsanir vor- ar og atliafnir í samræmi við vilja Krists, erum vér með hon- um eða á móti lionum? Þetta eru spurningar, sem hver einstakur maður og mann-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.