Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.05.1961, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 197 og enn stendur sókn hans yfir, sú, sem miðar að því, að Guðs ríki drottni og dauðans vald þrotni að fullu. Það er löng leið frá Korintu til Grímseyjar, liér um bil sú lengsta, sem farin verður beina línu innan mæra þessarar heimsálfu. Og margar eru aldirnar í milli. Þúsund árum eftir daga Páls var vorblærinn hlýi og góði kominn hingað, Jón hiskup Ögmundarson, sá blessaði maður, setti hér kirkju og vígði liingað prest. I þúsund ár liefur Drottinn Jesús Kristur átt söfnuð í Grímsey, í þúsund ár hefur liann vígt hverja vöggu og signt hverja gröf og verið sigurvonin og siguraflið í stríði kynslóðanna. Einn var æ hinn sami frá kyni til kyns, liinn þríeini, góði Guð. Og nú í dag er viðburður að gerast í þessum söfnuði, sem niarkar spor í sögu lians. Orð postulans brúa aldir og allan fjarska um leið og þau birta leyndardóminn í lífi kirkjunnar frá öndverðu og til þessarar stundar. Mismunur er á náðargáfum, en andinn hinn sami. Andinn lieilagi, sem faðirinn sendi í Jesú nafni, fæddi kirkjuna á fyrstu hvítasunnu og fæðir allt, sem er með lífi í söfnuði Guðs. Hann fyllir helgidóminn með sínum hljóðu áhrifum svo að þú finnur að þar er heilagt inni, þar er Drottinn í nánd. Hann snertir hugann og lýkur hjartanu upp, svo að ljósið, sem býr í orði Krists fái skinið þar inn. Hann stýrir tungu móðurinn- aG þegar hún bendir barninu á bróðurinn bezta og barna- vininn mesta, hann er að verki hverju sinni, sem mannssál finnur frelsið og friðinn í Jesú Kristi. Hann gaf oss hvert lífg- andi, vekjandi orð, sem vitnar um Krist og hjálpræðið í hon- um. Hann gaf oss sálma sr. Hallgríms og sr. Péturs Guðmunds- s°nar. Mismunur er á náðargáfum hans, þær eru óendanlega fjölbreyttar, auðsuppsprettan er ótæmandi, og þó eilíflega ein °g söm. Og af þessu leiðir að mismunur er á embættum í kirkju hins eina Drottins, Jesú Krists. Orðið embætti, sem notað er 1 voru íslenzka Nýjatestamenti, er á frummálinu diakonía, en þaðan er orðið djákni komið inn í íslenzkt mál. Diakonos, sem varð djákni á íslenzku snemma á öldum, þýðir þjónn. Páll segir m. ö o.: Þjónsstörfin í söfnuði Guðs eru margvís- leSh og svo lilýtur að vera í lifandi og starfandi söfnuði, því hf og starf krefst tækja, og einum er þetta ætlað, öðrum liitt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.